Top Social

mánudags heimsókn // monday house toure

June 23, 2014
 Mánudagsheimsóknin í dag er í fallegt sumarhús sem dönsk fjölskylda hefur innréttað í fallegum sænskum stíl.

Húsið sem er yfir 100 ára gamalt var áður bakarí  bæjarins en, hafði staðið autt í 10 ár áður en fjölskyldan keypti það árið 2007 og gerði það allt upp.

heimilið er allt hvítt í grunnin en húsgögnin, eins og þessi gömlu sænsku borðstofuhúsgögn sem fengust á markaði, fá að njóta sín í glaðlegum og fallegum litum.

Ikea eldhúsið passar vel með gömlum sjarmerandi munum, veggirnir í eldhúsinu voru svo illa farnir að það þurfti að setja nýjann panel á veggina, en það passar fullkomnlega inní gamla stílinn.

veggfóðið í eldhúsinu er eftirlíking af gömlu sænku veggfóðri, sjarmerandi og fallegt. Ðð

fallegur gamall skápur með vel völdum gersemum, lavender í potti, ávextir í skál og sjarmerandi kertastjakar mynda frjálslega og fallega uppstyllingu.


Húsgögnin eru öll fundin á flóamörkuðum og á veggjunum hanga myndir af börnunum í gömlum römmum og
dásamlega falleg hilla með gömlum fallegum munum.


Sænskur ofn , gamlar golfjalir og fallegir loftlistar gera húsið gamaldags og sjarmerandi

Fallegt samanTakk fyrir innlitið
kær kveðja
Stína Sæm


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature