Top Social

Gamall dúkkuvagn bætist í vagnasafnið mitt

June 18, 2014
Þessi dásamlegi gamli dúkkuvagn er nýjasta gersemin mín,
hann er af gerðinni Tri-ang Pedigree og ég giska á að hann sé síðan sirka 1960 þó ég sé ekki alveg viss.

Hann er í góðu ástandi fyrir utan að gúmmíin eru handónýt og smá rispur. 
en að innan er hann alveg heill og engar dældir á honum.

Ómæ sjáið bara nýja fallega prinsinn minn....


 svoooo fallegur...
bjútí frá öllum sjónarhornum

og passar svo vel við kofann.Svo er hann svo stór að litla ömmugullið mitt getur setið í honum 
og litli frændi minn keyrði frænku sína hring eftir hring í vagninum og bæði skemmtu þau sér konunglega saman á 17. júni.

En nú er bara að redda gúmmíum, er búin að finna síðu á netinu sem er með upplýsingar um þessa tegund vagna og með margar gerðir af  varahlutum,  
Svo á hann fallega blúndusæng og kodda skilið og að sjálfsögðu fallegt  teppi.
Verður gaman að búa það til.

Með kveðju frá einni með algjöra vagnadellu
Stína Sæm

12 comments on "Gamall dúkkuvagn bætist í vagnasafnið mitt "
 1. Hann er frábær, þú verður ekki lengi að græja hann. Mjög líkur vagninum mínum sem ég sagði þér frá nema hann var Silvercross. Vá hvað ég sé eftir að hafa gefið leyfi fyrir að honum væri hent :(

  ReplyDelete
  Replies
  1. hæ Sigga Dís
   Já finst þér hann ekki æði? hann er líka í mikið betra standi en ég þorði að vona. En það er ótrúleg synd að hugsa til þess að svona gripir hafi margir hverjir endað í ruslinu. En sem betur fer eru einhverjir enn til eins og þessi.
   sjáumst :)

   Delete
 2. Ohhh hvað ég er fegin að hann fékk gott heimili, mig dauðlangaði í hann þarna í góða en hef ekki pláss og skottu sem leikur sér ekki með dúkkur.

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já ég held hann sé á góðum stað, ég mun að minsta kosti gefa honum alla mína ást og umhyggju, og svo fáið þið allar að njóta hans með mér reglulega :)

   Delete
 3. Gaman að þessum myndum .. Fallegur vagninn :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. já fallegur er hann og mig grunar að þettta séu ekki síðustu myndirnar sem við sjáum af honum hér á blogginu.

   Delete
 4. Va gjeggjadur .!!!!!!..ji hvad mig langar i einn svona :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. já það er ekki á hverjum degi sem við sjáum svona gripi hér á frónni

   Delete
 5. Hann er yndislegur og er greinilega komin á hárrétt heimili

  ReplyDelete
  Replies
  1. já hann er svo sannarlega yndislegur og hér verður sko farið með hann sem gersemi

   Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature