Top Social

úti undir berum himni

July 18, 2013
Ég er búin að heita sjálfri mér því að setjast út á hverjum degi það sem eftir er sumars,
ég á peysur og teppi og ætla að nota þá aðstöðu sem ég hef hér úti (nema kanski í mikilli rigningu) 
Svalirnar hjá mér hef ég td ekkert verið að nota að ráði, 
enda flennistórar og eiginlega bara hálftómlegar.
En svo um daginn kíkti ég á útsölu hjá Indisca í Kringlunni ....og sá þar þessa undurfallegu lukt og útikerti á góðum afslætti, 
svo þau fengu bæði að koma heim með mér 
og á svölunum gera þau bara kraftaverk þessar elskur.

Í gærmorgun ákvað ég svo að setjast út á svalir með morgunmatinn minn og tebolla, lakka neglurnar og prufa nýju kósý stemninguna á svölunum....

ég er sko í sumarfríi svo ég var búin að sofa út og hlaupa stuttann rúnt.....

svo morgunmaturinn var fremur seint á ferð og sólin næstum komin á svalirnar 
 og bara notalegt að setjast út og njóta þess að dagurinn var þurr og nokkuð hlýtt.

svo var aðeins farið að blása og þá sótti ég bara teppin 
(tengdadóttirin kom í heimsókn og var dregin út)
Svo kíkti sólin á okkur.

Svo ég færði mig niður á blett í aðeins meira skjól,
fékk litla gesti í kofann og blandaði léttann sumardrykk
og var þar komin með efni í 
næsta sumarbloggpóst :)


Þar til næst,
hafið það súper gott,
njótið dagsins og munið að fylgjast með sumarbloggpartýinu,
því nú er aldeilis farið að fjölga sumarbloggunum þar.
 og ef þú ert með bloggsíðu þá er bara að drífa sig að gera sumarbloggpóst og vera með.

Kær kveðja
Stína Sæm
2 comments on "úti undir berum himni"
  1. Kósí stemmning hjá þér, um að gera að reyna að nýta svalirnar/pallinn hvernig sem viðrar ;)

    ReplyDelete
  2. Svo fallegir þessir litir...svona túrkis og bláir. Dásamlegt eins og allt annað hjá þér:)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature