Top Social

strákur eða stelpa

July 12, 2013

Í dag kemur í ljós hvort ég eigi von á ömmu-stelpu eða strák,
það verður kíkt í pakkann í sónar í dag.
auðvitað eru allir að vonast eftir heilbrigðu og hraustu fullburða barni,
en miklar getgátur eru um kyn barnsins.


Kynjahlutfallið í fjölskyldunum er mjög misjaft, hjá okkur eru strákar í meirihluta en hjá hinni ömmuni eru bara stelpur.

Flestir eru á því að strákur sé á leiðinni, 
en minn maður segir þetta vera stelpu. 
 En ég... hef  bara ekki hugmynd, grunar hvorugt frekar en hitt, en bíð þó spennt eftir að vita,
 þar sem lítill galli bíður á prjónunum,  
verður pínu bleikt með í munstrinu eða bara fjólublátt??

 Eigið góðann föstudag,
hveðja frá 
ofurspenntri verðandi ömmu


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature