Top Social

nýtt á borðstofuborðinu.

January 17, 2013

 Ég var búin að nefna það hér í vikunni að mér leiðist ekkert þessa dagana, við að raða og ganga frá eftir jólin.
Sérstaklega þar sem nokkrir nýjir vinir eru að hreiðra um sig; á borðum, í hillum, á bökkum og hangandi hér og þar um heimilið.

 Sumir þvælast enn um í leit að rétta staðnum...  
aðrir hafa þegar fundið sinn fullkomna stað.... í bili amk.

Eins og þessi skál, dásamlega Greengate skálinn, sem ég  sorry, við fengum í jólagjöf frá mágkonu minni og  nýtur sin í botn þarna á bakkanum á borðstofuborðinu ,með þessari æðislegu vatnsflösku, frá Ib Laursen, sem mágur minn og svilkona gáfu okkur, og fæst í Evitu á Selfossi.
vatn er sko ekki það sama og vatn borið framm í svona flösku,
þá kallast það aqua, alveg tvennt ólíkt!

Í skálinni glittir þarna í blúndu glasamotturnar mínar (sem tengdó gaf mér) en ástin mín pússaði borðið svo vel upp núna um daginn, að það er eins gott er að hafa þær við hendina. Svo dropar af  ísköldu aqua, drippi ekki á borðið og myndi hringi í nýpússað borðið...
jebb elska fallega hluti sem hafa líka notagildi.
Svo skelli ég hér inn þessari mynd af bakka sem stendur á vinskápnum þarna í borðstofunni, en þar er þessi fallega nammiskál sem ein systir mín gaf okkur....og  full af konfekti, og jólakorktapparnir sem urðu útundan þegar jólakassarnir fóru niður, en annar þeirra var til áður en fékk svo félagskap núna um jólin þegar hinn bættist við þökk sé enn einni systur minni.
Þeir fara nú bara inní skápinn og fá að kúra þar innanum vínflöskur framm að næstu jólum... líklega á þeim bara eftir að líða mun betur þar en niðrí geymslu.

úúúú eruð þið ekki að sjá fyrir ykkur möguleikana með nammiskálina?  
Fyrir utan allar nammitegundirar sem hún á eftir að kynnast, þá sé ég fyrir mér kerti, fljótandi blómaknúpa, eða hvað annað sem húsfrúnni dettur í hug... og  með ymsum gersemum saman á bakka. að sjálfsögðu.


Stína Sæm4 comments on "nýtt á borðstofuborðinu."
 1. Þetta er náttúrulega bara guðdómlegt, nammiskálin er æði :)
  Kv Sigga

  ReplyDelete
 2. nammiskálin og kertastjakinn eru alveg yndi.. alveg að mínum smekk..., alltaf sætt hjá þér.., kveðja bbs...*

  ReplyDelete
 3. Yndislega fallegt, eins og við er að búast hjá þér :)

  *knús

  ReplyDelete
 4. Kemur svo flott út hjá þér!

  Kv.Hjördís

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature