Top Social

Hversdagsleikinn

January 14, 2013
jæja þá er mitt líf að komast í sitt hversdagslega far, 

sem er að ég kem heim eftir vinnu og sest með kaffibollann og tölvuna og tek eins og einn bloggrúnt áður en ég fer að gera eithvað gagnlegt hér heima. 


Já það er gaman að vera svona heimilis bloggari núna, með fullt af nýju dóti til að raða og mynda og leika sér með plús það að eithvað af skrauti fær að vera áfram eins og td könglarnir.
svo nú er bara að halda áfram að ganga frá og raða og skreyta  og smella svo af eins og einni eða tveimur myndum fyrir ykkur á meðan enn er dagsbyrta, sem núna er svosem ekki nema ca klukkustund eftir að ég kem heim úr vinnu.


Á eldhúsborðinu er þessi notalega karfa með englakerti sem vinkonur mínar gáfu mér eftir fráfall mömmu núna í desember og það hefur meira og minna logað allann mánuðinn þannig að allt kertið lýs í gegn.. alveg ótrúlega fallegt og notalegt. Á bakkanum er svo þetta líka æðislega trekefli með flauelsborða sem var ein af gjöfunum sem komu með börnunum heim frá Noregi um áramótin.
En svo margt fallegt bættist hér inn á heimilið um jólin sem ég á eflaust eftir að sýna ykkur á næstunni.
      Sjáumst síðar
Stína Sæm1 comment on "Hversdagsleikinn"
  1. Já það er sko notalegt að geta sest niður eftir vinnu og tekið einn hring áður en maður geriri eitthvað...verst að hringurinn verður stundum svolítið langur ;)

    Eigðu gott kvöld
    Margrét

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature