Top Social

hvítur dúkaþvottur

January 16, 2013
 Eitt af því sem tilheyrir  frágangi jólanna er að straua og ganga frá dúkunum og tauþurkunum,
og þá finst mér tilheyra að laga til í dúkahillunni í skápnum í leiðinni.
(orðin árleg bloggfærsla sjá hér)

Í þetta sinn setti ég  allar tauþurkurnar mínar eftir að hafa strauað þær, allar sem eina, í gamaldags vírkörfu úr Rúmfó.


og svo var öllum dúkunum raðað snyrtilega í skápinn aftur, en karfan kemst hinsvegar ekki fyrir svo hún á líklega eftri að sjást uppá skáp, á borði eða sitjandi á stól á næstunni....  
enda bara mjög viðeigandi skreyting í borðstofunni er það ekki?

Munið að njóta litlu hlutanna í lífinu, 
og sjá allt það fallega í hversdagleikanum.

Stína Sæm2 comments on "hvítur dúkaþvottur "
  1. Alltaf svo frábært að lesa bloggin þín og allt svo fallegt

    ReplyDelete
  2. Það er engin sem myndar þvottinn sinn eins fallega og þú Stína mín og karfan er æðisleg

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature