Top Social

Gamalt og endurunnið hjá ömmugullinu

May 20, 2014
 Í herberginu hennar Írisar Lind er eitt og annað gamalt og enduruunið, bæði úr góða hirðinum og fundið í geymslunni hér heima eða annarstaðar. 


Þessi kommóða fanst td í góða hirðinum á lítinn pening
 og fékk smá makeover með málningu, nýjum höldum og glansmynd.
og er bara  eins og ný ..... eðaeiginlega virkar hún eldri núna en áður. 
Þegar ég fór að vinna með kommóðuna sá ég að líklega er hún mjög gömul og heimasmíðuð.
og hún fékk verðskuldaðann gamlann sjarma.


 Þessi ruggustóll beið í kjallaranum hjá tengdamömmu, og var orðin nokkuð slitinn og þreyttur með flagnaða málningu hér og þar og bara allt of skrautlegur og litríkur fyrir minn smekk , 
svo hann var pússaður niður, og spreyjaður.
(stóllin heitir royal princess rocking chair og auðvelt er að finna hann á netinu ef einhver grætur það að honum var breytt)

Hér er svo stólinn kominn á sinn stað í herberginu, svo undurfallegur og veglegur fyrir litla ömmuprinsessu.
við hliðina á stólnum sést svo aðeins í koll sem pabbi hennar gerði í skóla, og fékk smá pastelmeðferð og þjónar núna sem borð.
 Hinum megin við stólinn er svo trékassi sem var hér í geymslunni og eftir sömu pastelmeðferð og smá stenslun passar hann núna uppá bangsa litlu dömunar.
En skoðum þá betur seinna.


Hér er svo kommóðan fína og fallega kominn á sinn stað í herberginu, og nýtist sem dótahirsla fyrir öll leikföngin hennar.
en þegar hún var kominn á sinn stað mundiég eftir hillu sem kom með mér heim úr Góða hiriðnum fyrir nokkru síðan og bara beið eftir rétta hlutverkinu, 
og kommóðan bara kallaði á litlu sætu hilluna og þeim var svo greynilega ætlað að vera saman, 


svo ég fór heim og pússaði og málaði hilluna litlu .....
 án þess að taka mynd áður, en þið vitið hvernig þær eru er það ekki?

og hér eru þær svo sameinaðar báðar tvær.
og þegar ég setti upp myndavegginn með klippimyndum sem ég hef veirð að dúlla við,
vantaði eithvað uppá , svo ég ákvað að mála tvo súpersæta ramma sem ég var nýbúin að finna í nytjamarkaði og ætlaði allt annað hlutverk.
 En þeir fengu aðeins að finna fyrir pastelmálningunni minni og fá að vera með myndagrúbbunni.

já það er ekki að undra að herbergið verði seint tilbúið til vera byrt í heild sinni því alltaf er ég að finna eithvað nýtt og sætt sem á bara að vera punkturinn yfir i-ið.
En þetta er nóg í bili,
Sæl að sinni.

kær kveðja
Stína Sæm




mysnippetsofinspiration.com/weekend-wind-link-party
nancherrow.com/welcome-fridays-unfolded
6 comments on "Gamalt og endurunnið hjá ömmugullinu"
  1. Dásamlegt alveg hreint <3

    Heppin ömmustelpa!

    ReplyDelete
    Replies
    1. haha já og heppin amma að fá svona verkefni :)

      Delete
  2. Þessi gamla kommóða er æðisleg, hlakka til að sjá allt hitt!

    ReplyDelete
  3. já nú er þetta allt að verða klárt

    ReplyDelete
  4. Without understanding what was being written, the pictures tell it all. A lovely transformation. Good luck and best wishes to everyone involved

    ReplyDelete
  5. I love these pieces in their new coats of paint and accessories. Almost ready, now! Thanks for sharing at Fridays Unfolded!

    Alison
    Nancherrow

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature