Top Social

Barnaherbergi ömmustelpunnar

May 23, 2014
Þegar litla fjölskylda sonar mins flutti í sina eigin íbúð fyrr á árinu, fékk litla ömmugullið mitt, sem þá var að verða 3ja mánaða, sitt eigið herbergi og amman bað um að fá að sjá um að gera herbergið alveg frá a til ö... 
svo litla daman svaf í vöggunni í nokkrar vikur í biðbót svo amman gæti dundað sér við herbergið. 

Farið var að sitja um hinar ýmsu gersemar í geymslum og nytjamörkuðum og barnaherbergi urðu aðal pælingin á blogginu og pinterest um tíma. 
Hér heima var svo gamla herbergi litlu fjölskyldunnar gert að vinnuherbergi, þar sem var pússað og  málað, klipt og límt, spreyjað og nelglt og skrúfað, þess á milli  var svo heklað og saumað.
og alltaf bætist  eithvað við og enn eru hlutir  í vinnslu.
 En litla daman er löngu farin að sofa í rúminu sínu og líður bara vel í nýja herberginu sínu.

 Herbergið er stórt og bjart,  í gruninn mjög hvítt og með mildum pastellitum.með eikarlituðum skáp, hurð og gólfi og alveg mögnuðu útsýni og fallegum kvöldhimni



og hér sést svo herbergið frá einu sjónarhorni,
hér er sv aðeins annað sjónarhorn, rúmið hennar og fatahengið
 Við dyrnar er skiptiborðið með öllu tilheirandi, þar sem þægilegt er að nálgast allt sem þarf til að sinna barninu og sækja hluti.

Hér er  "leiksvæðið" kommóðan geymir leikföngin, bækurnar eru í góðri hæð fyrir lítil krílli, ruggustóll og borð með fallega kanínulampanum og auðvitað mottan sem mamman heklaði sjálf fyrir ungann sinn.
myndaveggurinn og fánaborðinn komið á sinn stað, myndirnar eru klippimyndir kliptar út úr sama pappírnum og fánarnir, límdar saman og útlínur og bakgrunnur tússað með svörtu.

kommóðuna og ruggustólinn vorum við búin að skoða vel í vikunni, bæði fyrir og eftir myndir, bókahillurnar þekkjum við úr Ikea, ekkert voðalega frumleg þar, en þær eru bara svo einstaklega henntugar (og gamla diskarékka fann ég ekki, en það hefði verið fyrsti kostur fyrir bækurnar) ;)
Á kommóðunni er grænn rammi úr tiger, með aðalversinu úr laginu Is´nt she lovely með Steve Wonder en það lag var sungið í skírninni hennar.

Bara svo bjart og fallegt.

Borðið var kollur sem pabbinn smíðaði í námi og hefur beðið í geymslunni hjá mér eftir akkurat þessu hlutverki og í horninu er trékassi sem geymir öll mjúkdýrin hennar Írisar Lind


Rúmið er einfaldlega bara hvítt og með blúndu sem passar við gardínurnar. 
Einfalt og fallegt.

Hér er svo fatahengið sem er grein  úr birkiskóginum hans pabba í  Skorradalnum, en þarna verður aldeilis gott að hengja alla fallegur kjólana hennar.


Kannturinn í rúminu og rúmfötin eru ofurfalleg frá Lin design, hvít með hvítum og bleikum fiðrildum, sem við fundum á lagersölu  þeirra eftir áramót. 
Góð kaup gerð þar :) 




Mæðraplattarnir eru algjörlega gordjös finst mér ,með þeim er gamall vegglampi sem amma mín og afi áttu og ég bara spreyjaði  og sterkur liturinn er kærkomin innanum alla pastellitina. svo herbergið sé ekki eins og ís réttur.
fyrir /eftir póstur um kommóðuna og ruggustólinn er hér
Svo vorum við búin að skoða hekluðu amigurumi fígururnar sem eru meðal annars í A-hillunni  og á fatahenginu
sjáið þann póst hér.

Svo fáið þið að sjálfsögðu að fylgjast með þegar fleyra bætist við.
En hvað segið þið, er þetta ekki bara ósköp sætt?
 Dáldið hvítt ég veit það, en ég efa ekki að  herbergið á eftir að fyllast af alls kyns litum leikföngum með tímanum svo það er eins gott að blogga um það þar til.

En nóg i bili,
Eigið notalega stundir 
kær kveðja 
Amma Sína


20 comments on "Barnaherbergi ömmustelpunnar"
  1. Þetta er svo ofsalega fallegt hjá þér :)
    Kveðja, Vaka.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Þakka þér fyrir það Vaka,
      Kær kveðja og takk fyrir innlitið
      Stína

      Delete
  2. Herbergið er æðislegt.
    Kveðja Kristín

    ReplyDelete
  3. Vá, ekkert smá fallegt :) Heppin litla prinsessan að eiga svona flotta og duglega ömmu ;-)

    kv
    Kristín Vald

    ReplyDelete
    Replies
    1. ;) takk Kristín mín, ömmunni finst hún nú bara fremur heppin að fá svona skemmtilegt verkefni... og fékk að ráða öllu haha

      Delete
  4. Orðlaus! Ótrúlega fallegt!

    Kv,
    Heiða María

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk innilega Heiða Maria
      Falleg orð þrátt fyrir orðleysið ;)

      Delete
  5. Fallegt og gaman að sjá þetta hjá þér. Yndislegt

    ReplyDelete
  6. It is so lovely. I love the rabbit lamp.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Thank you
      The Rabbit lamp is so beautiful. and the light is so soft and lovely.

      Delete
  7. Kommóðan og fatasláin eru uppáhalds í þessu fallega herbergi!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Gaman að heyra það. Mér finst einmitt kommóðan og litla hillan fyrir ofan pínu uppá halds ;)

      Delete
  8. Replies
    1. Fána borðinn og klippimyndirnar í römmunum er gert úr pappír sem ég keypti í Föndru.

      Delete
  9. What a privilege it must have been to decorate your grandchild's room - it's beautiful!

    ReplyDelete
    Replies
    1. ohh You just said it all.
      That´s so exactly how it feels :)

      Delete
  10. So pretty! Love the birch wood branch, so clever and charming! Thanks so much for sharing at AMAZE ME MONDAY...
    Blessings,
    Cindy

    ReplyDelete
  11. Love this so much! I am featuring you at Sundays at Home this week!

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature