Top Social

Terracotta pottar málaðir með Milk Paint

May 25, 2016


Það er alveg ótrúlega gaman og auðvelt að mála blómapotta og fá gamalt, veðrað útlit á þá

Fyrstu sumarblómin eru komin pottana svo við skulum skoða þá aðeins betur.... 

Ég keypti bara leirpotta í Múrbúðinni og þeir eru hræbillegir,


Ég blandaði smá af steingráum og heilmálaði þá fyrst gráa en notaði svo afganga sem ég átti af svörtum og ljósum lit til að gera ójafna og gamla útlitið á þá.
Einn var málaður gulur.... 
og að sjálfsögðu veðraður og látinn líta út fyrir að vera eldgamall.  En ekki hvað?
Eigum við ekki bara að skoða myndirnar?
það er fátt annað að segja um þrjá gamla blómapotta.









 Eru þeir ekki fínir?

 
Eg ætla aldeilis að njóta þess að eiga þessa blómapotta og fallegu sumarblómin sem vonandi eiga eftir að gleðja og fegra í allt sumar.

Fyrir þá sem langar í svona blómapott en eru ekki alveg viss hvernig á að fara að því, þá munum við mála svona potta á námskeiðum í sumar. 
Næsta námskeið eru á laugardaginn 28.mai, 
og þið sjáið allt um námskeiðin hér á síðunni og getið fylgst með auglystum námskeiðum líka á facebook síðunni.

Takk fyrir innlitið
og hafið það sem allra best.
með kveðju:
Stína Sæm.

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature