Top Social

Eurovision grill á Þingvöllum

May 15, 2016

Við renndum á þingvelli í gær í bústaðinn til systur minnar .... 

Við horfðum þar á eurovision, borðuðum lambalæri og áttum góða kvöldtund. 
Alveg mátulega þjóðlegt þó svo að ekkert Íslenskt framlag hafi verið með til að styðja.
Pabbi mætti og einn systir til viðbótar og svo var að sjálfsögðu nokkur af yndislegu systrabörnum mínum á staðnum, sum þó spenntari fyrir sögvakepnini en önnur. 


 Ég var búin að lofa að sýna ykkur meira af  bústaðnum og hér er ein mynd af eldhúsinu
 og þarna bíður lærið tilbúið á grillið. 
En þessi bloggpóstur er þó meira á persónulegu nótunum en af innréttingunum... 
þær myndir bíða þar til næst.

Gunni minn slakar á í húsbóndastólnum, bara rétt svona áður en honum er hennt út að kljást við grillið.

Búið að leggja á borð... og taka myndir ...
og það er einalt og fallegt, hér er engin ástæða til að skreyta borðið eða setja dúk á þetta fallega viðarborð.
 Stóð Lilju systir af því að mynda mig, meðan ég var einbeitt að mynda matarborðið...
ég stóðst þetta ekki haha


 Unga heimasætan vill jarðaber í forrétt 


 Eurovision áhorfendur
já og það er veisla. Húsfreyjan sjálf og elsku pabbi.

litlu Viktoríu Rós fanst afi sinn þurfa smá svona mjúkt krem í andlitið og fór á kostum þessi elska.

Rósin mín fallega.

 og loks var maturin klár  ummm hversu girnilegar myndir eru þetta??Skálað fyrir nýja bústaðum fallegu sveitini, íslenska lambinu og fyrst og fremst fjölskyldunni og samveruni.

Dolfallinn yfir kepninni,
æi eru þau ekki krúttleg?

Ég vil svo benda á að nokkrar myndir af bústaðnum hafa þegar ratað inná
Svo margt fallegt á Instagram
þar sem ykkur er velkomið að fylgjast með og deila.

En fyrir þau sem voru að vonast eftri innliti og meiru um bústaðinn sjálfan þá tók ég fullt af öðrum myndum og er bara að fara yfir þær fyrir nýjann bloggpóst.
Með kærri kveðju
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature