Top Social

Fallegu litlu Rósarhjörtun mín

May 29, 2016
Ég keypti mér fallegu plöntuna Rósarhjarta fyrir líklega 2 árum, hún er vafin um hring og vex mjög ört svo ég þarf að vefja hana um hringinn eða klippa hana til reglulega og þá er nú alveg tilvalið að nýta það í afleggjara og eignast þanig nýjar litlar og krúttlegar plöntur.
þessi planta hefur þann skemmtilega eiginleika að geta skotið rótum við hvert blaðapar svo ég sting þeim bara í moldina og passa að halda moldinni rakri meðan þau eru að róta sig. Plantan sjálf þolir hinsvegar vel að þorna og er þess vegna alveg ótrlulega auðveld í ræktun.
Svo ég fagna þessum litlu krílum mínum og deili þeim hér með ykkur:

Sjáið þessu pínulitlu hjartalaga blöð....
eru þau ekki algjört yndi?

litlu afleggjararnir mínir eru orðnir að fallegum litlum lengjum en mér finst þessi planta svo dásamlega falleg svona hangandi.ójá þessar litlu sætu dúllur,
það hefur gengið svo vel að fjölga henni að ég held ég bara skelli í amk einn pott í viðbót, langar þá í fleyri plöntur í einn pott, bara fæ ekki nóg af þessu bjútí.

En takk fyrir að kíkja við,
kveðja.
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature