Eitt gott sunnudagskvöld núna í Nóvember sat ég með fjölskyldunni minni og við kliptum út frostrósir úr velritunarpappír og hengdum þær í borðstofugluggann,
eins og ég gerði fyrir jólin 2011
Meðan við kliptum niður frostrósirnar byrjaði að kingja niður snjónum hér í Keflavík svo allt varð fallega hvítt úti,
rétt eins og hér inni í borðstofunni hjá mér.
svo er bara að kveikja á kertum og þá verður tilveran svo falleg,
Ég ætla að klippa nokkrar í viðbót.
Fæ bara ekki nóg af frosti og snjó,langar að bæta við fleyri og fjölbreyttari fallegum munstrum og líklega færi ég þær í annann glugga.........
svo þá hef ég tækifæri til að gera alveg nýjann bloggpóst um þessi snjókorn...
er það nú ekki bara frábært?
Leiðbiningar um hvernig á að brjóta pappírinn og klippa finnið þið hér
og svo er fullt af flottum mynstrum á pinterest
ég nota bara þunnann ljósritunarpappír, klippi hann niður eftir leiðbeiningunum og hengi með hvítum tvinna út í glugga og þá eru þær á stöðugri hreifingu, flökta svo fallega um í glugganum .
Svo nú er um að gera að draga framm skærinn og pappír, kíkja á leiðbeiningarnar, teikna upp munstrið og einfaldlega bara klippa :)
Gangi ykkur vel sem viljið prufa,
kveðja
Stína Sæm
Glæsilegt hjá þér Stína mín svo yndislega fínlegt og fallegt
ReplyDeleteÉg þarf algjörlega aðgera þetta finnst þetta æði!
ReplyDeleteKv.Hjördís
Thetta er natturulega bara yndislegt alltsaman....Alltaf gaman ad sja hvad thu ert ad bardusa Stina min.
ReplyDeleteKv. Brynja
Yndislega fallegt hjá þér, svo gaman að skoða bloggið þitt.
ReplyDeleteÞakka ykkur öllum stelpur, þið eruð yndi <3
ReplyDeleteÞetta er svo fallegt hjá þér og bara allt heimilið þitt, alltaf gaman að kíkja hjá þér :)+
ReplyDeleteknús Sif