Top Social

jólaföndur

December 4, 2012
Eru ekki allir á fullu að föndra núna? jafnvel bara að verða búnar kanski,
hér eru nokkrar sniðugar hugmyndir sem þið getið prufað

Nokkur af snjókornunum sem ég klipti út fyrir síðustu jól.
 það eina sem þarf er þunnur velritunarpappír, skæri  og munstur.
þið finnið munstur og góðar leiðbeiningar hjá littleeme.blogspot.com og fullt af fallegum munstrum hjá .joybx.com, og líka  hér

Alls kyns fallegt jólaskraut er hægt að gera með einföldum leir, 
hér er uppskriftin og  hér er hún með myndum svo jafnvel börnin geta lært þetta.

Kramarhús gerð úr blaðsíðum, úr leiðinlegri bók sem enginn vill lengur eiga, geta verið fallegt og einfalt jólaskraut.

og kramarhús úr pappírsdúllum og glansmynd ...
gerist ekki einfaldara


Þessi fallega stjarna er kennd skref fyrir skref með máli og myndum á homebylinn.blogspot.com

Lærið að gera þessar flottu stjörnur með video hjá; gratefulprayerthankfulheart.blogspot.com
 eða með teikningu hjá: bo-bedre.no



og svo hefur mig lengi langað til að gera krans úr kaffifilter, eins og kennt er hjá thenester.com.
En hún Elinbjört vinkona mín gerði þennann flotta hér á myndinni



Stína Sæm



1 comment on "jólaföndur"
  1. Geggjuð snjókornin og sniðug :-)

    Gaman hvað er hægt að gera mikið af skemmtilegu föndi !

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature