Top Social

í minningu móður

December 18, 2012
Í dag langar mig til að deila með ykkur minningum mínum um undurfallegu mömmu mína, sem lést sunnudagsmorguninn 9. Desember.

Þetta er óvenjuleg bloggfærsla á svona síðu og óvenjulegur vettvangur fyrir svona minningu, en ég kann að tjá mig hér, þetta er minn heimur og hér deili ég því sem mér finst fallegt og minningar mínar og tilfinningar til mömmu eru svo sannarlega það fallegasta sem ég get deilt með ykkur í dag.
 Ég veit líka að  mamma skoðaði alltaf bloggið mitt og fylgdist með því sem ég var að gera og var svo stollt og ánægð.

Þegar ég hugsa um mömmu kemur fyrst og fremst upp í hugann hversu stollt ég er af henni og foreldrum mínum báðum og ég mun alltaf minnast mömmu af stolti, þau eru fyrirmyndir okkar systrana og barnana okkar, svo glæsileg, heilbrigð, ástfangin og lífsglöð.
  Þau hafa kennt okkur allt sem þarf að læra um hversu dýrmætt lífið er og nauðsynlegt að njóta þess, og það er eithvað sem ég vona að ég geti lifað eftir.

 Krabbameinið fylgdi mömmu í mörg ár, en það var mamma sem réði ferðinni af bestu getu alveg þar til sjúkdómurinn sigraði núna í desember. Með ótrúlegum dugnaði, heilbrigðu lífi og einstökum glæsileik tókst hún á við lífið með þessum fylginaut. Hún gerði allt sem hún gat til að takast á við sjúkdóminn, las sér til og var uppfull af fróðleik um allt það sem gerði henni gott ...

Jákvæð hugsun og kraftur er það sem einkenndi mömmu og alltaf var það heilsan sem skipti máli. og eins og myndin hér að ofan sýnir þá hafði hún áhrif á alla fjölskylduna en það voru mörg kvennahlaupin sem hún hljóp og alltaf einhver af dætrunum og ömmustelpunum sem hljóp með hetjunni okkar.

 Ég minnist þess þegar ég var unglingur og miklar breytingar urðu á lífi fjölskyldunnar, mamma fór í leikfimi hjá Önnu Leu, hollustan fór að skipta máli, forðast slæma fitu, borða grænmeti, kaupa gróft brauð, léttmjólk og mun fleiri breytingar sem ég tók að sjálfsögðu með mér út í lífið. Mamma fór líka að tileinka sér heilbrigða hugsun og rækta hugann og sjálfið, mér er það einstaklega minnistætt þegar gelgjan ég var eithvað að pirra mig yfir einhverjum og hún sagði mér að maður eiga alltaf að taka öðrum eins og þeir eru og horfa í eigin barm, því við getum engum breytt nema okkur sjálfum...þetta hljómar kanski sem eðlilegasti hlutur, en slagorðið "lifðu og leifðu öðrum að lifa" var þarna í fyrsta skipti kynnt fyrir mér, og þetta algjörlega stimplaðist í huga minn og hugsun og er eilíf áminning . Að vera svona hraust og jákvæð og kraftmikil kona er mikilsvirði þegar veikindi koma upp og mamma hefur því alltaf verið mér góð hvatning til að hugsa vel um sjálfa mig og heilsuna þó ég megi líklega taka mig aðeins betur á. En þegar á reynir skiptir það öllu.
Mamma brosandi framan í heiminn

Á svipuðum tíma eða þegar ég var 14 ára hætti pabbi á sjó og þau stofnuðu fyrirtæki saman, sem líka var mikill vendipunktur í lífi fjölskyldunnar og húsmóðirin fór að vinna og vinna mikið.. þau opnuðu  fiskbúð og voru með mikið úrval af fiski og tilbúna fiskrétti... og óboy það sem þurfti endalaust að prufa sig áfram með fiskréttina fyrir búðina! Ég var farin að  lauma mér út þegar ég sá eldfasta formið í ofninum... mátti ég þá frekar biðja um soðna ýsu takk fyrir kærlega.
En svona man ég eftir mömmu, hún hellti sér í það sem hún tók að sér og gerði það almennilega,hvort sem það var heilsan, félagsstarf eða vinnan, hún tók hlutina alla leið. fyrirtækið óx og dafnaði og með árunum stjórnaði hún með pabba og rak vaxandi fyrirtæki með fullt af fólki í vinnu.  
 Pabbi fór sem sagt frá því að vera á sjó og mikið fjarverandi í það að vera alveg heima og reyna að taka að sér stjórnina á kvennaskaranum sínum og þau fóru að vinna saman öllum stundum, áttu sameiginleg áhugamál, ferðuðust víða og áttu ótrúlega góðann og innilegann vinahóp, bæði hér heima og í paradísinni sinni úti.
 Ástin og umhyggjan á milli þeirra var svo falleg og lýsir enn


 Já ég er svo óendanlega stollt af henni mömmu minni og minningunni um hana, hún var svo ótrúlega dugleg, arkaði upp stigann heima hjá sér.. upp á 7. hæð, "því það styrkir beinin að reina vel á sig", og þegar ég sat bara inni því það var svo óspennandi veður, þá fékk hún sér göngutúr og rölti í kaffi til mín og ekki séns að bjóða henni far heim.. nei ég hef gott að því að labba og þá var hún jafnvel að fara að arka eithvað enn lengra.  Það var númer eitt tvö og þrjú alla tíð að hugsa vel um sig og alltaf var hún jafn glæsileg og fín.

Við fórum til þeirra á fallega Riverwood í fyrra og áttum þar dásamlegt frí með þeim. Hvergi er fallegra að vera og við eigum svo margar góðar minningar úr þeirri ferð, en veikindin létu líka til sin taka,og þá hafði hún áhyggjur af fríinu okkar. En lítil undurfalleg prinsessa bættist í fjölskylduna rétt áður en við fórum heim og við mamma nutum þess vel að fara í búðir og kaupa bleik pínulítil föt... og okkur leiddist ekki sú búðarferð það er nokkuð ljóst.  Í lok ferðarinnar sátum við mamma svo saman og pökkuðum niður því til stóð að flytja búslóðina með gámi heim í Skorradalinn, enda hafði mikill tími og natni farið í að velja búslóðina í fallega húsið þeirra þarna úti sem þau voru að kveðja,  enda þau alveg einstakir fagurkerar bæði tvö og algjör unun fyrir mig að vera þarna hjá þeim. Við mamma fengum okkur göngutúra og skoðuðum sýningarhús sem eru í hverfinu þeirra, fullbúin og stíliseruð af fagfólki. okkur leiddist ekki að ganga þar um og taka myndir af smáatriðunum og dást að uppstillingunum.....
já við áttum nú eitt og annað sameiginlegt þó við værum ólíkar mæðgurnar.
Mér fanst alltaf gott að vita af henni í fallegu dírðinni sinni á Florida því ég vissi að það gerði henni svo gott. En ó hvað það var samt alltaf gott  að fá hana heim aftur og núna í nóvember hlakkaði mig svo til að fá hana heim  og vera þá búin að skreyta heimilið og geta átt með henni notalega aðvenntu eins og hún talaði um. Ég á ómetanlega minningu sem stendur upp úr frá því að hún og Íris systir komu til mín i kaffi eins og svo oft áður, með Viktoriu litlu rétt áður en hún fór út í nyja húsið sitt í haust.

 Þær hringdu á undan svo ég dreif í að ganga frá i eldhúsinu, kveikja á kertum bæði hér inni  og úti á tröppum, var búin að gera smá hauststemningu á tröppunum sem tók á móti þeim og lagaði svo uppáhalds hrákökuna mína til að gefa þeim, við settumst í stofuna við kertaljós í rökkrinu, drukkum kaffi úr fínu póstulínsbollunum mínum. krakkarnir mínir komu hér heim og stundinn varð svo falleg og notaleg. og mamma svo ánægð með daginn og við töluðum um hvað það er nú gott að láta vita af sér  því þá gefst kostur á að gera stundina enn notalegri og fólk finnur hvað það er velkomið.
 Ég hélt við ættum margar slíkar stundir eftir en mamma veiktist enn meira úti, og allt kapp var lagt á að koma henni heim, hún var keyrð frá flugvellinum beint inná sjúkrahús þar sem hún lést aðeins 2 vikum eftir heimkomuna. 
Þessar tvær vikur eru okkur samt kærar, við vorum hjá henni öllum stundum, hlúðum að henni og elskuðum, hún var söm við sig, passaði að gera allt sem henni var sagt svo hún næði sér, enda ætlaði hún heim aftur og var ótrúlega  jákvæð og hætti aldrei að vera fín og glæsileg. Hún barðist síðustu vikurnar með húmorinn að vopni, ótrúlega  hnýtin og kaldhæðin svo það var mikið hleigið á þessum erfiða tíma, en tíminn var líka vel notaður í að segja allt sem þurfti að segja og ég fékk ómetanlegt tækifæri til að vera góð við mömmu mína segja henni hvað ég elska hana og hvað hún er mér mikils virði, aðstoða hana, strjúka og kúra hjá henni.
Aðvenntan varð ekki eins og ég  hafði búist við,við færðum aðventun inn til mömmu, komum með aðventuljósið hennar, litla jólaséríu og jólalögin.  Í þetta sinn hefur verið forgangsraðað öðruvísi en vanalega, fjölskyldan hefur verið í forgangi, við systurnar stöndum saman og styðjum hver aðra, fyrst í því að hlúa að mömmu og svo núna í sorginni. við vorum öll hjá henni þegar hún kvaddi en við systurnar og mennirnir okkar lágum sofandi allt í kringum hana en pabbi sat hjá henni, hún svæfði okkur til að eiga  sínu síðustu stund ein með ástinni sinni. 
Öll viljum við eiga ánægjulega aðventu en við vitum ekki hvenær erfiðleikar og áföll dynja á, og enginn tími er vel til þess fallinn að missa ástvin, en mér finst ljósin og jólaandinn hjálpa mér á þessum tímum, í byrjun aðventu setti ég ljós í glugga hjá mér svo mild og notaleg byrtan frá þeim tók á móti mér þegar ég var að koma heim seint ákvöldin. Alla síðustu viku höfum við svo haft í mörgu að snúast, við höfum haldið saman fjölskyldan, hlúð hvert að örðu, grátið saman og hlegið saman.
Í gær var hún svo kvödd í hinsta sinn í undurfallegri athöfn og það var pjattrófu bragur yfir henni við hennar hæfi,
 eins og ein vinkona hennar kom svo vel að orði.
umvafin bleikum blómum undir heiðursverði stúkusystra og fallegri tónlist.
og eftir standa ótalmargar minningar um undurfallegu mömmu mína:

 Við systurnar fjórar saman með mömmu og pabba í göngu á ströndunum

öll áramótin sem við héldum saman, 
hér erum við þrjár af systrunum með mömmu

 65 ára afmælið hennar sem var haldið hátíðlegt í Skorradalnum í sumar

 Brosið hennar

 ómetanlegar stundir um jólin í fyrra þegar þau voru hér hjá mér.

Þegar öll fjsk fagnaði 60 ára afmælinu hennar saman á sólríkum fallegum degi.
hér er skvísuborðið;)


Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins vef ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
 (Gísli á Uppsölum)



,
Stína Sæm



17 comments on "í minningu móður"
  1. Innilegar samudarkvedjur til thin og fjolskyldunnar a thessum erfidu timum. Megi minningin um yndislega modur veita ykkur styrk og huggun.
    Her verdur kveikt a kerti i kvold fyrir Mommur okkar sem voru teknar allt of fljott fra okkur thvi ad thaer voru kalladar i eitthvad staerra og mikilvaegara hlutverk i Paradisinni. Knus til thin Stina min
    xo Brynja

    ReplyDelete
  2. Innilegar samúðarkveðjur til þín. Ég fylgist alltaf með reglulega með blogginu og finnst það frábært.
    Takk fyrir mig.
    Áslaug

    ReplyDelete
  3. Æji elsku Stína mín, núna grét ég! Yndislegt að lesa um hana mömmu þín og ég er sammála þér að það fer ekki á milli mála kærleikurinn og ástin foreldra þinna á milli - svoleiðis veganesti er ómetanlegt.

    Mér sýnist líka á öllu að brosið hennar mömmu þinnar lifi áfram í þér, því mér finnst þið nú vera ansi hreint líkar!

    Innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra og kærleiksríkt knús,
    njótið jólanna eftir bestu getu og vitið að núna eigið þið fallegan engil sem vakir yfir ykkur alla tíð!

    *knúsar*
    Soffia

    ReplyDelete
  4. Dásamlega fallegar minningar og fallegar myndir, takk fyrir að deila þessu með okkur elsku Stína. Mikið var hún falleg kona hún mamma þín, að utan sem innan, góð fyrirmynd og algjör perla.

    Megi jólaljósin umvefja ykkur og minningarnar ykkar dýrmætu og samhygðin í fjölskyldunni gefa ykkur styrk í sorginni.

    Knús til ykkar allra!

    Hlýjar kveðjur,

    Kikka

    ReplyDelete
  5. Hjartans samúðarkveðjur til þín og þinna. Ég þekki þig ekki neitt, en finnst ómissandi að kíkja á síðuna þína því þú ert svo smekkleg. Vona að þú eigir gleðilega jólahátið þrátt fyrir allt. Mikið var þetta fallegt sem þú skrifaðir um hana mömmu þína.
    Kærar kveðjur,
    Þórný Snædal

    ReplyDelete
  6. Falleg og hlý minningarbrot sem þú skrifar hér Stína mín og ég þekki margt úr fari móður þinnar í þínu fari, hún hefur því fært þér góðar gjafir sem veganesti út í lífið. Kærar þakkir fyrir að deila þessum minningum með okkur.
    Kveðja úr Hafnarfirði
    Guðrún Lilja

    ReplyDelete
  7. Takk fyrir að deila með okkur fallegu minningunum um mömmu þína. Innilegar samúðarkveðjur til þín og þinna.

    Bestu kveðjur
    Margrét

    ReplyDelete
  8. Falleg orð hjá þér um fallega konu. Innilegar samúðarkveðjur.

    Kristín Sig.

    ReplyDelete
  9. Falleg orð um fallega konu. Missir ykkar er mikill og því ljúfar minningar ómetanlegar. Innilegar samúðarkveðjur.
    Iris

    ReplyDelete
  10. Það er langt síðan ég hef farið inn á bloggið þitt Stína mín og sorglegt þegar lífsglatt fólk kveður langt fyrir aldur fram. En við fáum víst ekki mikið sagt í þeim málum. Innilegar samúðarkveðjur héðan frá Osló

    Dagný

    ReplyDelete
  11. Takk fyrir að deila þessu með okkur Stína mín yndislega fallegt hjá þér og ég segi eins og Dossa ég fékk tár í augun. Innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Gott að sjá að þið eruð samheldin fjölskyldan og ég vona að þið eigið gleðileg jól.
    bestu kveðjur Adda

    ReplyDelete
  12. Langaði að senda þér samúðarkveðjur, ég missti mömmu mína einnig fyrir stuttu og ég veit hvað þetta er erfitt.

    ReplyDelete
  13. Ég votta þér innilega samúð mína. Mamma þín hefur verið mikil kjarnakona og þú minnist hennar afar fallega.

    ReplyDelete
  14. Innilegar samúðarkveðjur til þín og þinna Stína. Yndisleg minnigarbrot um hana móður þína.

    kær kveðja
    Kristín Vald

    ReplyDelete
  15. Innilegar samúðarkveðjur, gott að geta fundið huggum í þessum fallegu minningum.

    ReplyDelete
  16. Fallegar minningar um yndislegu mömmu þína Krístín mín, samúðarkveðjur til ykkar.

    Kær kveðja,
    Sigrún Helgad.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það Sigrún, hennar er svo sárt saknað alla daga.
      kv Stína

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature