Top Social

Litrík veggfóður í barnaherbergið

November 7, 2013
Nú styttist í að ömmustelpan mín komi í heiminn,
bara mánuður í settan dag og amman hefur aldrei haft jafn gaman af að skoða myndir af fallegum barnaherbergjum.

Veggfóður í barnaherbergi eru að heilla alveg sérstaklega þessa dagana og nóg er að finna af því á netinu....


í þetta skipti tók ég saman myndir af litsterkum veggfóðum í retro stíl,
dálítið eins og það sem var í gangi þegar ég var lítil.

Hvítt herbergi með einn veggfóðraðann vegg þar sem barnarúmið stendur,
er aldeilis málið,
Blátt, líflegt og alveg svakalega munstrað strákaherbergi Dásamlega retro veggfóður, eins og ég man eftir þeim úr barnæsku í gulu og brúnu og hjólið... 
er það ekki æði?
 Ég fann nákvæmlega svona hjól í Góða hirðinum og það er sko vinsælasta leikfangið á mínu heimili  (hjá litlum gestum ekki heimilisfólkinu) og svo er það bara svo endalaust krúttlegt.


Hressilegar uglur og hér er fallega Juno rúmið í líflegum lit...
Strákalegra verður það varla, blátt með enn blárri bílum.

Þetta finst mér alveg voðalega heillandi og hlýlegt,
svo brúnt, gult og nátturulegt,

hér er svo sama veggfóðrið með trjánum og vá hvað ég væri til í þennann fallega vagn,
enda konan með vagnadellu á háu stigi,

Hér er sko ekki verið að spara gula litinn,  en mér finst eithvað svo sjarmerandi við svona gömul og stækkanleg rúm, og ekki klikkar veggfóðrið hér

Svo krúttlegt eithvað.


Bloggið Huset ved fjörden er í miklu uppáhaldi hjá mér og þar er allt heimilið í þessum fallega stíl en barnaherbergið finst mér algjört æði,
og svo má ekki gleima öllum fallegu gömlu krúttlegu hlutunum sem hægt er að para með svona gamaldags litríkum veggfóðrum, möguleikarnir eru endalausir og svo skemmtilegir.
myndir: pinterest

og þetta var pósturinn um skemmtilegu og litsterku veggfóðrin,
svo eru það þessi rómantísku og blíðlegu.... 


Nú er ég farin í bæinn með tengdadóttirinni að skoða veggfóður,
þar til næst,
Hafið það sem allra best.

Kveðja,
Stína Sæm


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature