Top Social

Nýtt/gamalt á heimilinu

February 19, 2013
Það læðist alltaf öðru hverju eithvað nýtt og spennandi hingað heim..
og stundum ef ég er heppin er þetta nýja bara alls ekki nýtt..... heldur eldgamalt eins og þessi gamli gler vínkútur sem við fundum í geymslunni hjá tengdó,
 (hún vissi svosem nákvæmlega hvar, í yfirfullri geymslunni hann væri) 

þetta kallaði að sjálfsögðu á smá enduruppröðun,
brúnt gler passar vel með grænum glerkútnum, kertaafgangar í gömlum diski úr góða hirðinum og einn hvítur túlípani lifgar svo upp á allt saman og minnir okkur á bjartari tíma.


já við vorum búin að ræða það eithvað í síðasta pósti að vorið sé á næsta leiti, dagurinn orðinn lengri, seríurnar komnar niður og blómin njóta sín á borðum.

En enn verður svo ósköp dimmt á kvöldin svo að........


.....ein serian fór ekki langt í bili.
Á kvöldin er svo bara að skella í samband og konan er voða sátt.

já tíðarandinn gengur í hringi. 
Litaðar glerflöskur, vínkútar og kopar sem fyrir stuttu síðan þótti nú ekki gjaldgengt og flott

 en fær nú nýtt líf á nýjum tímum.Í sömu ferð og kúturinn góði fanst hjá tengdó, vorum við að sækja eldgamlann og alveg æðislegann sparksleða sem þær systurnar höfðu átt og rennt sér á sem börn.
Ég hef verið að bíða eftir snjófærð til að stilla honum upp og nota hér á blogginu, en ætli ég endi ekki með mynd af honum í forstofunni eða á snjólausri stéttinni, 
en hann er algjör gersemi.
og á eflaust eftir að njóta sín vel hér úti næsta vetur.

kveðja 
Stína Sæm
8 comments on "Nýtt/gamalt á heimilinu "
 1. brill, gaman að skoða síðuna þina. Langar svo að forvitnast hvar þú fékkst trékassann?
  Kveðja Sigga

  ReplyDelete
  Replies
  1. sæl Sigga
   Það komu epli í þessum kassa þangað sem ég er að vinna. ég bæsaði hann og skrifaði á hann. Er núna að vinna með nokkra svona í viðbót.
   kveðja Stína

   Delete
 2. Ó heppna þú, kúturinn er algjört æði, það er alltaf eitthvað svo heillandi við svona gler! Flottar uppstillingar hjá þér eins og alltaf :)

  kk Kikka

  ReplyDelete
 3. Yndislegt hjá þér einsog alltaf..dauðöfunda þig af kassanum..er búin að þræða markaðina hérna í bænum en ekki finn ég svona fínann kassa:-)

  Bónus,Krónan,Víðir, Iceland, Kost og Hagkaup..hehehe laugardagurinn fór í þennan leiðangur minn:-)

  ReplyDelete
 4. Hello and greetings from Finland! What a beautiful blog you have here, I like your bottles and should use more of them myself too. Have a nice week over there!

  Hugs,
  Sari from Puumuli

  PS. I´ve tried to read your language (I have once studied a very short course in university...)but it´s far too difficult for me...

  ReplyDelete
 5. Meget meget smukke billeder... Tak for kigget.
  Jeg har lagt mig som følger herinde, og glæder mig til at kommer forbi herinde.
  Mange hilsner fra Susan

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature