Top Social

fallega skreyttar skálar.

February 22, 2013
Ég fæ seint leið á að dáðst að fallegu leirtaui og þá sérstaklega fallega munstruðum skálum, könnum og bollum.  
Stakar dásemdir, sem saman mynda eina fallega fjölskyldu þar sem hver hlutur fær að  njóta sín með sinn einstaka sjarma og hver hefur sitt hlutverk á heimilinu. eiginlega held ég að maður eigi seint of mikið af þannig dásemdum.Í vetur rakst ég á þessar undurfallega skreyttu skálar hjá listakonunni og fagurkeranum Auði Skúla,
og lét mig dreyma um... nei ég var bara nokkuð ákveðin í að eignast  eina svona skál frá henni einn daginn.

Síðan hafa þær bæst við ein af annari og það hver annari fallegri. 
 sjúskaðar, þreyttar og svo undurfallegar með sitt blómamunstur og skrautborða eins og þær séu vel komnar til ára sinna.


Ég réð mér því varla af kæti þegar ég sá að fyrirhugað væri námskeið þar sem hún kennir okkur að skreyta skálarnar. 
og það ekki bara fyrir konur norðurlandsins heldur okkur sunnan konur líka.
Eru ekki allir sammála mér um að fallegri skálar eru ekki auðfundnar?


og núna um helgina mun ég eignast mína eigin skreyttu skál 
og eithvað fleira fallegt í framhaldi vona ég.
ég efast ekkert um að ég mun njóta þess að læra eithvað nýtt í góðra kvenna hópi undir leiðsögn skreytilistakonunnar sjálfrar.

Meira um námskeiðið á facebook/auskula ég treysti á að eithvað nýtt og fallegt til að deila með ykkur
 verður komið inná heimilið eftir helgi.
kær kveðja
Stína Sæm

5 comments on "fallega skreyttar skálar."
 1. Takk Stína !!
  hlakka til að sjá þig á námskeiðinu :)
  kv audur

  ReplyDelete
 2. Þetta lítur vel út, ótrúlega fallegir munir...hlakka til að sjá hvaða dásemdir þú töfrar fram á námskeiðinu :)

  Góða helgi!
  Margrét

  ReplyDelete
 3. Dásemdin ein! Góða skemmtun! Hlakka til að sjá afraksturinn:-)

  Kv. Erla Kolbrún

  ReplyDelete
 4. Yndislega fallegar skálar hjá Auði eins og hennar er von og vísa. Ég segi stundum að það vanti öll "dúllugen" í mig en ég dáist óskaplega að fólki sem nær að gera svona fallega hluti. Hlakka til að sjá afrakstur námskeiðisins hjá þér :)

  ReplyDelete
 5. Spennandi! Þetta er allt saman ofurflott, hlakka mikið til að sjá þínar :)

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature