Top Social

draumur um laugardags kósý.

February 2, 2013
 Í mínum huga er algjört möst að byrja laugardaginn á því að...

 sofa frammeftir og kúra svo uppi rúmi með bók og jafnvel kaffibolla
og fara svo loks frammúr og útbúa girnilegann morgunverð brunch....
en klukkan er að sjálfsögðu orðin aaaallt of margt fyrir morgunmat.

beatehemsborg.blogspot.com

Í raunveruleikanum stilli ég hinsvegar klukkuna og fer í ræktina kl 9, en kem svo heim og fæ mér girnilegann en mátulega hollann morgunverð .
En mig langaði til að deila með ykkur þessari dásamlegu mynd frá Beate, af flottu heimalöguðu hrökkbrauði og girnilegu ostamuffins.... sem hún bakar í blómapotti og ber framm á sinn einstaklega smekklega hátt.
Mæli með að kikja á síðuna hennar....
þar er svo margt fallegt að sjá.

Hvernig væri annars að skella í einfalt, ofurhollt hrökkbrauð?
Held það sé nú bara góð hugmynd fyrir daginn.

Stína Sæm
2 comments on "draumur um laugardags kósý."
 1. Dásamlega girnilegt. Ég vildi að ég hefði þennan dugnað sem þú hefur...mínir laugardagsmorgnar eru óttalega letilegir ;)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Ég kann svo sannarlega á svona letimorgna og hef mikla reynslu af þeim ;)
   vona að þú njótir þeirra :)

   kv Stína

   Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature