Top Social

nýtt sjónarhorn í holinu

October 18, 2012

Í holinu hjá mér er miðja heimilisins, stigarnir uppí ris og niður í kjallara eru þar og eldhúsið og stofan renna saman við holið,
þar leika börnin sér þegar þau koma í heimsókn og hundurinn á sinn stað úti í glugga.
Þar vorum við líka fyrst með sjónvarpið áður en við opnuðum niður í kjallarann, svo að gamli sjónvarpskápurinn er þar enn, bara kominn í nyjann búning og með nýtt hlutverk (sjá hér)


Þar sem við áður sátum og horfðum á sjónvarpið, er núna komið forláta gamalt borð og hilla. 

Hillan er fyrir gamlar fjölskyldumyndir og hitt og þetta hefur verið á borðinu. m.a.  karfa sem safnar hinu og þessu smálegu og undir borðinu er blaðakarfa sem er alltaf yfirfull.....
jebb ég er ekki sú allra skipulagðasta, og reyni oftast eins og ég get að fela það fyrir ykkur svo að þetta er alveg nýtt sjónarhorn hjá okkur.

En ég tók mig til og gerði smá lagfæringar..
setti bakka með kertum á borðið og púða í stólinn og mér líður mun betur
Stenslana keypti ég í Púkó og smart 
(gossið mitt þaðan er allt að tínast inn á myndir hérna smátt og smátt)
og fallegur penni og  minnisblokk er þarna við hendina líka svo litla smádraslið sem safnast saman í körfunni hverfur eiginlega ;)

og bakkin stelur svo senunni er það ekki?
Kerti, gömul skál fyrir smá snakk til að læðast í, umslag sem ég prentaði út á Graphics Fairy
og S fyrir StinaSaem.blogspot.com að sjálfsögðu.

Takiði eftir fallegasta gluggaskrautinu mínu?



“Think of all the beauty still left around you and be happy.” 
― Anne Frank

Stína Sæm



8 comments on "nýtt sjónarhorn í holinu"
  1. Allt svo fallegt....öfund ;-)

    kv
    Kristín Vald

    ReplyDelete
  2. Enn fallegt :) en hvar færðu svona flotta vegghillu? Kv. Hafdís

    ReplyDelete
    Replies
    1. sæl Hafdís og takk fyrir að kikja inn.
      Ég keypti hilluberana fyrir nokrum árum síðan, í Unika í Fákafeni, (en ég veit ekki hvort hún sé þar enn). Þessir hilluberar hafa beðið í mörg ár eftir að vera settir upp og svo voru bara tvær spítur festar saman og skellt á. finst það koma betur út að setja saman tvær spítur en að nota breiðara hilluefni... lúkkar mikið eldra þannig :)
      kv Stína

      Delete
  3. allt svo sætt hjá þér.;=) kveðja..BBS

    ReplyDelete
  4. Bara fallegt! Ég à svona stól en và hvað borðið og hillan eru gordjöss!

    ReplyDelete
  5. en notalegt og fallegt hjá þér, eins og alltaf! :-)

    ReplyDelete
  6. Takk fyrir öll fallegu kommentin dömur mínar.
    Ég var hálf feimin við að setja þennann póst inn, en ég ákvað að láta þetta bara fara.. meira að segja með óreiðu blaðakörfunni minni ;)

    Takk fyrir að vera hér og gefa ykkur tíma til að skilja eftir ykkur lítil falleg spot hér inni

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature