Top Social

October 4, 2012
Mér finst nú orðið allsvakalega kalt úti og nokkuð víst að sumarið er búið og komið haust,
og þó ég hafi nú verið að tala um haustlitina, sem ég heillast svo mikið að,
þá eru sumarblómin enn í blóma hér á pallinum hjá mér,
stjúpurnar ásamt öðrum hafa verið á fullu að blómstra þar til nú.
 sumarblómin á tröpunum fyrir framan húsið voru hins vegar farin að fjúka í burtu í pottunum svo þessu greyi var bjargað inn og fær nú að kúra í stofuglugganum, á meðan enn er smá líf í því,
með ilmkertunum sem ég notaði á pallinum í sumar,

og litla krúttlega eldspítuboxið frá greengate sem tengdadóttirinn færði mér frá Danmörku fær að vera með, enda svo krúttlega fallegt.

Þó ég fagni haustinu, og sé á fullu við að færa heimilið úr sumarbúningnum og í haustgírinn, 
og því fylgir að umburðalyndi mitt gagnvart bleiku hérna inni hraðminkar,
þá finst mér allt í lagi að hafa smá bleikt og blómamunstur úti í glugga.. 
amk  ennþá.

Stína Sæm
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature