Top Social

hjá Bloomingwille

October 10, 2012
 Ég er alveg heilluð af vörum frá bloomingwille  og þessum nátturulega og gamaldags stíl sem einkennir vörurnar og alla stílfærslu  á myndunum.
Undanfarið hef  ég verið undir áhrifum frá þeim þegar ég vel hluti inná heimilið og raða upp,
dreg framm viðarbretti, bastbakka og fleira og stilli því upp hér og þar.

ég á einn bolla úr þessari línu og alveg elska hann, er með hann í höndunum allann daginn, hvort sem ég er með te eða kaffi... er jafnvel að notann til að drekka vatnið mitt stundum.

En kíkjum á vörulistann þeirra og  sjáum hvað er í boði núna í haust;


Mikið finst mér þessi stíll áhugaverður og gaman að skoða svona fallega stíliseraðar myndir og fá hugmyndir að leikmunum og uppröðun.
Já ég hugsa virkilega um húsbúnað sem leikmuni og veit ég er svo sannarlega ekki ein um það,
æi við erum margar svo skemmtilega skrítnar að þessu leiti.
Eða kannast ekki einhver við það?


Stína Sæm
1 comment on "hjá Bloomingwille"
  1. Elska thessar myndir...wow...Profadi Pukka te um daginn og nu er thad uppahalds

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature