Top Social

kjallarapælingar

February 12, 2012
Ungarnir hafa nú  flogið að heimann, annar fór að búa hér nálægt, hinn fór í hálfs árs ferðalag á hinn enda hnattarins og eftir sitjum við hjónin með hálftómann kjallarann og húsmóðirin með stórann hugmyndabanka..


Í kjallaranum eru tvö herbergi þar sem unglingarnir voru geymdir og sjónvarpsholið, auk þess sem fjölskylduinngangurinn er þar líka svo ágangurinn var mikill og ekkert of smart þar skal ég segja ykkur. 
Unga parið er nú farið úr stærra herberginu svo ég er að nota tækifærið og mála það og innrétta fyrir eldri soninn meðan hann er í burtu og hefur ekkert með þetta að segja ;) svo verður hans herbergi gert að gestaherbergi svo vel fari um stjúpsoninn þegar hann kemur til landsins (en systir hans fær núna að hafa risherbergið út af fyrir sig)Kjallarinn er steyptur og með flísalögð gólf. Allt öðruvísi en restin af húsinu og stíllinn þar má líka vera allt öðruvísi en annarstaðar í húsinu.
 Ég verslaði mér frekar dökkgrá kalkmálningu á alla útveggi, aðrir veggir verða hvítir og svo er ég að komast yfir eins marga tré-ávaxtakassa og ég vil (sem ég svo bæsa og geri gamla að sjálfsögðu) 
og gestarúmið verður dína á vörubrettum.
Gráir kalkmálaðir útveggir, hvítir milliveggir, vörubretti, brúnt leður, strigaefni og grábrúnn viður..
Það er hugmyndin.

Hér er mitt inspiration í dag;

 (Myndirnar eru héðan og þaðan af netinu, set linkana inn við fyrsta tækifæri)
Stína Sæm3 comments on "kjallarapælingar"
 1. Hlakka til að sjá útkomuna!

  Kv.Hjördís

  ReplyDelete
 2. úhhh.....spennandi !!! Líst vel á þessar pælingar hjá þér og hlakka til að sjá útkomuna :-)

  kv
  Kristín Vald

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature