Top Social

góða helgi

February 24, 2012
ummm ég væri til í að enda þessa vinnuviku á girnilegri heimabakaðri kjúklingapizzu og bjór, 
eins og við fengum okkur einn góðann föstudag  fyrr í mánuðinum. Þá tók ég þessar myndir en deildi þeim svo ekki með ykkur í það skiptið.

Hef ekki gefið mér mikinn tíma í bloggið mitt þessa vikuna, amk ekkert verið að dúlla neitt við að taka myndir hér heima svo það er gott að geta gripið í heimagerðar myndir á lager.
 Núna læt ég mig bara dreyma á meðan ég bíð eftir að bóndinn komi heim með eina aðkeypta, vitandi að hún verður ekki svona girnileg, en  eflaust góð.



Það eru viðbrygði að vera farin að vinna og hafa ekki allann heimsins tíma til að liggja á netinu og vera að dúlla við heimilið og bloggið mitt. Er svo að mestu í málningargallanum í kjallaranum þegar ég er heima, og bardúsa hitt og þetta sem vonandi á eftir að skila sér hér inni seinna. 
Þangað til skelli ég inn fljótlegum, inspiration færslum af netinu, og svona svindlmyndum eins og þessum sem mögulega eru til í myndaalbúminu mínu.

En núna er pizzan mín komin í hús og búin að opna einn kaldan
Hafið það sem allra best á þessu föstudagskvöldi, 



Stína Sæm



1 comment on "góða helgi"
  1. Til hamingju með að vera búin að fá vinnu... og mikið hlakka ég til að sjá myndir af kjallaranum þegar hann er tilbúinn, verður eflaust geggjað flottur! Gangi þér vel :)
    Kveðja, Magga :)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature