Top Social

Borðstofan fyrir og eftir málningu // Diningroom before and after white paint

February 2, 2012

Borðstofustólarnir eru nú óðum að verða hvítir með ljósum setum og baki.
Tveir eru að vísu ekki alveg búnir en litla borðið amk orðið fullmannað.
Þetta eru nú ekki draumastólarnir mínir fyrir borðstofuna en þeir ganga alveg svona, og undurfallega gamla borðið nýtur sín mun betur..  takið bara eftir borðfótunum undan hvítum dúknum.







Ég tók fyrir myndir af borðstofunni áður en ég byrjaði á stólunum, en var nógu lengi að þessu til að vera komin með nýja tölvu og sú gamla vill ekki í gang.... og þar eru allar myndirnar.
En á fb fann ég þessu krúttlegu mynd af litlum frænda  (sá sami og sat hér fyrir með möffinsið á sunnudaginn ) sem var í pössun hjá mér í byrjun síðasta árs og að taka sín fyrstu skref og þá er nú ekkert verið að ritskoða draslið í bakgrunninum, enda skyggir ofurkrúttið á alla óreyðu, fitjandi upp á nefið alla daga.
 En hér sjást amk stólarnir vel eins og þeir voru, brúnir og svartir, en of  ólíkir borðinu til að passa við það. Núna passa þeir hins vegar vel við hvíta skápana... allt í kring

Svo eru það jól fyrri ára, en hér er borðstofan uppádekkuð og fín og þá sést kanski breytingin á heildarútlitinu best. 

En er nú ekki frændinn litli langfallegastur?


4 comments on "Borðstofan fyrir og eftir málningu // Diningroom before and after white paint"
  1. Vá þetta er ótrúleg breyting og þú ert algjör snillingur! Hann er nú algjör dúlla litli frændi;)

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  2. hæ hæ langar svo að spyrja þig , kalkmálaðir þú stólana?
    takk fyrir skemmtilega síðu kv. Hulda

    ReplyDelete
  3. Nei ég kalkmálaði þá að vísu ekki,ég málaði tauið með taumálningu, það að vísu drakk dáldið í sig málninguna svo það fóru amk 4 umferðir yfir það og ég grunnaði bara viðinn tvær þunnar umferðir og púsaði svo yfir, grunnurinn er svo mattur og kemur mjög vel út með kalkmáluðu húsgögnunum, en Það er auðvitað alveg eins hægt að kalka þá.

    ReplyDelete
  4. They look wonderful~ thanks for linking up at Feathered Nest Friday! :)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature