Top Social

uppi í risi

October 17, 2011

er herbergi sem lengi hefur beðið eftir smá athygli og umhyggju.
Panellinn var ómálaður og veggfóðrið orðið þreytt og slitið.
Þar inn settum við kojur svo yngstu börnin gæti verið þar þegar þau kæmu um helgar, svo biðu bækur í kössum og eitt og annað lenti þar uppi meðan það annað kvort beið eftir að vera gert upp eða einfaldlega færi eithvað annað. 

Loks var drifið í að mála panelinn og stórann hluta af veggfóðrinu, settar upp fleyri bókahillur og hillur fyrir föndurdótið mitt...... í aðalatriðum var reglu komið á áralanga uppsafnaða óreyðu.



Börnin urðu skyndilega unglingar og ekki alveg efst á vinsældarlistanu að deila herbergi með systkyni af hinu kyninu, svo kojunum var hent út og þetta dásamlega flotta rúm ættleytt frá bland.is. Núna þegar þau koma til landsins, fær sonurinn  að vera í kjallaranum með hinum ungu mönnunum á heimilinu og prinsessan mín deilir föndurherberginu með mér.

Dásamlega ættleidda rúmið  hentar fullkomlega í svona margnota herbergi,
Það er notalegt til að sitja í og lesa eða prjóna á daginn
og alveg einstaklega þægilegt til að leggja sig ef dagurinn reynist of erfiður.

Já og núna ætti ekki að fara illa um litla næturgesti,
 sem eru í pössun hjá Stínu frænku.

Gamalt skrifborð sem ég tók í fóstur frá einni systirinni fékk smá yfirhalningu sem ég er mjög sátt við og er núna mun huggulegra  föndurborð.
Ég setti vaxdúk frá rúmfó á borðplötuna og í staðinn fyrir gömlu furu höldurnar setti ég tvo einstaklega fallega staka hnúða, sem börnin... sorry.. unglingarnir komu með heim frá Norge í sumar (það laumast oft svo margt fallegt, með í töskunum þeirra nú eða í pakkanum frá þeim)

(fyrir/eftir myndir af herberginu og borðinu hér)


3 comments on "uppi í risi"
  1. Þetta er alveg æðisleg breyting elsku Stína! Þú ert algjör snillingur;)

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  2. Geggjað fallegt :) Rúmið er æði og skrifborðið er alveg to-die-for!

    Til lukku með þetta!

    ReplyDelete
  3. Æðislega fallegt allt saman!!!

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature