Ég sá þessa mynd hjá Auskúla um daginn.
og ég, sem er bara alls ekkert fyrir gráann lit, (undarlegt hvað það er að breytast) varð alveg dolfallin..
finst þetta hrikalega töff og djarft.
þetta hús kemst bara alveg upp með þetta finst mér.
Nokkru seinna rakst ég svo á þessar myndir eftir ljósmyndarann janluijk og get svo vel ímyndað mér að nákvæmlega svona sé þetta hús að innann:
(myndirnar tengjast ekkert)
dökkir kalkmálaðir veggir, gardínur og sófar úr grófu efni í sama lit og vel valdir fallegir hlutir í hverju herbergi...
Ég veit ekkert um þessar myndir eða hvar þær eru teknar,
En það er einstaklega glæsilegur og dulúðlegur bragur yfir þessu öllu saman,
eiginlega eins og úr öðrum heimi.
Held samt að maður geti hæglega orðið þunglyndur af að búa í svona dökku.
ReplyDeleteJá og ég var að setja á þig tengil sem dótabloggara á gamladaga.blogspot.com
ReplyDeleteEf þú telur þig ekki standa undir því eða hefur eitthvað á móti því lætur þú mig bara vita.
Já Ella líklega væri þetta ekki mjög upplifgandi heimili, en myndrænt er það, svo mikið er víst.
ReplyDeleteog svo er ég nú bara stollt af því að vera á dótabloggara listanum þínum og takk fyrir það :)
kv Stína