Eitt af bloggunum sem ég skoða svo mikið er tyrifryd.com og mig langar til að sýna ykkur barnaherbergin hjá henni. Hún var að taka í gegn herbergið hennar Sandrinu og það er ekki týbiskt stelpuherbergi svo ekki sé meira sagt. En alveg meiri háttar töff og flott herbergi og gæti jafnvel vel útfærst sem unglinga herbergi finst mér.
Þetta herbergi er líka eitt af þeim sem eru núna í NIB utfordringen og þá eru það veggfóðursútfærslur sem eru aðalmálið þar þessa vikuna.
En hér er herbergið hennar Sandrinu:
Rúmið er gert úr vörubrettum sem voru söguð til og sett saman svo stærðin yrði rétt, veggfóðrið er bara geggjað finst mér og skólaborðið, krítartaflan, útvarið á stólnum og gamla taskan á kommóðunni kemur með skemmtilegt retro lúkk í herbergið á móti grófu gólfinu, vörubrettunum og iðnaðartextílnum á púðunum.
Þið getið séð hvar hún fékk veggfóðrið og gólfið hér
og svo er það öllu dömulegra herbergi :
allt um barnaherbergin hér.
Sæl! þetta er í fyrsta skiptið sem ég skoða bloggið þitt og er það æðislegt, á pottþétt eftir að skoðað það oftar.
ReplyDeleteFinnst þetta rúm úr vörubrettum og er mikið að pæla í að gera svona rúm fyrir son minn þegar haustið kemur :O)
kv.Jane Petra