Top Social

Fjölskyldu stund i Friðheimum

August 10, 2018

Tengdamamma átti afmæli um verslunarmannahelgina svo við hittumst öll í  Friðheimum og fengum okkur að borða saman á mánudaginn. 
Ef þið hafið ekki komið þangað þá mæli ég með því, 
það er allt stórkostlegt við staðinn... sérstaklega ef þú ert hrifin af tómötum ... og náttúru og fallegu umhverfi.

Þetta er svo sannarlega upplifun
Svo blómlegt og fallegt þarna fyrir utan....


og systurnar blómlegar og fallegar líka.


Sælkeravörur og matarminjagripir á borð við tómathressi, tómatgrillsósu, gúrkusalsa og tómatsultu er til sölu í gestastofunni  og  í Vefverslun Friðheima.

Ekki bara ljúffengt góðgæti sem fæst þarna heldur er þetta svo ómótstæðilegt og fallegt..
tilvalið sem gjafavörurRauði þráðurinn í eldhúsi Friðheima er tómatar í hinum ýmsu myndum, en fjórar tegundir af tómötum eru ræktaðar í gróðurhúsunum þar sem málsverðurinn er borinn fram innan um tómatplönturnar. 
Matarupplifun sem ég mæli með.


meira að segja tómatbjór!
á þetta verð ég að prufa.

litla krútt


Ég var sú eina af okkur öllum sem var ekki með tómatsúpu..
og var sko ekki svikin af pizzuni minni...

sem að sjálfsögðu var með tómat og svo sklipti ég ferskt basil yfir .

afmælistendó, mágkona mín og myndarlegi Ísar 


Blómið okkar hún Soldís Lilja


 fallegar mæðgur
 Feðginin spá í bíflugurnar 


 Sóleyin litla

Bíflugukassarnir voru ótrúlega spennandi en í þessum kössum eru mikilvægustu starfsmenn Friðheima... án þeirra væru engir tómatar fyrir okkur á plöntunum.
Kíkið á heimasíðuna þeirra og kynnið ykkur starsemina:


1 comment on "Fjölskyldu stund i Friðheimum"

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature