Top Social

Heimækjum soninn og skoðum Jökulsárlón

August 14, 2018
Sonur minn hefur verið að vinna við Jökulsárlón í tvö ár og loks létum við verða að því að fara og heimsækja hann um siðustu helgi og skoða lónið hans, sem ég hef aldrei séð áður.


Hann var sjálfur í fríi um helgina svo við áttum góðan tíma saman, það hitti svo vel á að árlega flugeldasýningin var á laugardaginn svo við  nutum þess að sjá lónið í ljósaskiptunum sem mér finst ótrúlega fallegt og svo er flugeldasýningin stórkostleg í þessu umhverfi í  alveg blankalogni og með fullt tungl... mögnuð upplifun .
 Við gistum svo í litla kotinu hans og hann fór með okkur í siglingu á lóninu daginn eftir áður en við heldum af stað heim aftur.
Að sigla svona um lónið og skoða ísinn í nálægð,
 fara alveg að jöklinum og fá smá fræðlsu er eithvað sem ég mæli með að fólk leyfi sér.
En hér koma fullt af myndum frá ferðinni... 
þó var ég búiin að grisja mikið frá!



Fjallasýn á leiðinni.... en við vorum svo heppin að ferðast um á heiðskírum degi.


Ferðalangarnir komnir í fallegu sveitina þar sem Sæmi býr ásamt fleyri starfsmönnum lónsins.


Bræðurnir sameinaðir á ný...


þvílíkt umhverfi sem hann er í þarna... 
mamman varð alveg heilluð!


fjallstindurinn sem passar son minn

Aðeins ofar eru tvö önnur svona lítil starfsmannahýsi á geggjuðum stað











Þessir tveir tilbúnir í staffagrill og flugeldasýningu





Þvílík fegurð...



haha :)




Feðgarnir dást að lóninu í kvöldsólinni ;)








Búið að setja kerti á ísinn fyrir kvöldið
Stórkostleg flugeldasýning, skotið upp af ísnum sem lystist upp í öllum regnbogans litum ..
sú allra fallegasta flugeldasýning sem ég hef séð





Sæmi víkingur sýnir okkur konungsrýkið sitt 






Víkingurinn minn með gömlu í bátsferð

Fórum alveg að jöklinum sjálfum,
 þar sem bláar rendur eru í jöklinum hefur nýlega brotnað úr honum og við vonuðum að það myndi brotna úr honum á meðan við stöldruðum við...

ísjakar í návígi..



að sjá þessa liti í ísnum!!
















Takk elsku Sæmi fyrir frábæra helgi.


og á heimleið eru það svo aftur fjöllin sem heilla.
já við eigum sko fallegustu náttúru í heimi.

Takk fyrir innlitið,
kveðja

Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature