Top Social

Í sumarfríi á Krít

August 3, 2018

Þar sem að sumarið virðist ekki ætla að koma almennilega hérna hjá okkur á suðvestur horninu og þetta stefnir í mesta rigningar sumar frá því mælinga hófust þá er það alveg til að bjarga geðheilsuni og létta lundina að hafa haft tækifæri til að fara í frí í sumar og sól í nokkra daga og koma heim með sól í hjarta og fullt af myndum til að viðhalda sumartilfinninguni og geta deilt aðeins með ykkur.....
 í nokkrum bloggpóstum!Við fórum með Heimsferðum á eyjuna Krít en þau bjóða upp á fullt af gistimöguleikum við strandlengjuna á nyrsta hluta eyjunar i nálægð við gamla bæinn í Chania... 


Við vorum á Calini hótelinu við Agia ströndina og ég var alveg að elska það að gista svona við ströndina

með útsýni yfir sjóinn og með strandbarinn og ströndina fyrir neðan okkur. af svölunum gátum við séð sólina koma upp eldsnemma á morgnana


 fylgst með lífinu lifna við á ströndinni,


eða notið þess að sjá byrtuna breytast þegar hún fór niður


Hótelið er með sólhlífar og bekki sem við nyttum vel í fríinu,


Strandbarinn, sem var svosem ekkert fansý og flottur en bara ósköp notalegur, var líka vel nýttur í ferðinni og alveg nauðsynlegt að geta komist aðeins úr sólinni og sest í skugga og fengið sér drykk eða snarl.... melónur voru meðal annars í boði á snakkbarnum og ég var alveg sólgin í þær þarna í hitanum.... ooog nú langar mig bara í eina sneið þegar ég hugsa um það!


það var líka pínulítil og hugguleg sundlaug þarna við strandbarinn, 


og plönturnar gera allt svo fallegt!


Byggingin sem við vorum í við ströndina var bara hluti af stærra hóteli og við vissum að það væri smá labb upp í aðalbygginguna þar sem lobbýið og veitingastaðirnir voru.
Það er að vísu boðið uppá skutl á milli en við nutum þess bara að labba það, hvort sem var í morgunmat eða annað og  brú  tengdi þessa byggingu og aðra sem var hinum megin við götuna 
(ath Ég mæli ekki með að fólk sem á erfitt með gang eða er ekki við fulla heilsu velji að gista við ströndina, aðalbyggingin er þá mun þægilegri á allan hátt)


en gatan lá meðfram allri strandlengjuni og umferðin gat verið rosalega mikil,en þarna var bara endalaust af gististöðum, búðum og veitingastöðum... dæmigert túristasvæði.
 þessi mynd er tekin eldsnemma, sólin enn lágt á lofti og umferðin rétt að vakna
 og Þetta er eina myndin sem ég tók þarna megin við bygginguna Þetta er allt mikið meira aðlaðandi séð frá ströndinni.
og hún á í raun ekkert heima á Svo margt fallegt blogginu, bara til að gefa smá raunsanna mynd af þvi hvernig gatan lítur út ef þið eruð á leið þangar. 

En það var svo margt annað fallegt sem við vorum að njóta í þessari ferð 
og ég á eftir að sýna ykkur. 


 Aðal hótelbyggingin er uppí á hæðinni og þar er lobbýið og veitingastaðirnir með alveg geggjað útsýni og og aðalsundlaugin...


en til hliðar er svo "relaxing" sundlaugin og okkur fanst hún algjört æði 


og ég varð auðvitað að prufa aðeins að leggjast í hengirúmið og lesa..
veit þó ekki alveg hvað ég er að brasa þarna þegar Gunni tók þessa mynd, líklega enn að koma mér fyrir,  en þetta er amk ekki svona uppstillt skvísu bloggmynd haha

Við urðum alls ekki fyrir vonbrigðum með matinn á hótelinu og ef við vorum ekki á þvælingi þá borðuðum við oft hádegis og kvöldmat þar og úrvalið var mjög gott og síbreytilegt svo við vorum alltaf að fá eithvað nýtt.... sumt var þó alltaf hægt að ganga að sem vísu eins og td griska sallatið sem ég varð alltaf að fá mér líka.


morgunverðurinn var mjög góður, þarna var allt þetta venjulega og meira til 
og fastur liður var að byrja á að ná sér í nýkreistann appelsínusafa
 Æðislegt úrval af ávöxtum... svo ferskir og djúsí


brauðbarinn stútfullur af brauði sem er bakað á staðnum

Þetta fanst mér svolítið mikið töff
ekkert hægt að efast um að hunangið sé nýtt og ferskt!


Fyrir utan þetta venjulega og hefðbundna sem við gátum gegnið að sem vísu alla morgna þá var oft eithvað öðruvísi, eithvað sem boðið var uppá bara einn morgun 
og einn morguninn var verið að hella uppá Krítverskt kaffi með tilheyrandi tilstandi.
Vatn hitað á prímus, kaffi hrært úti og suðan látin koma upp 
allt eftir kúnstarinnar reglum og rosa smart og flott 


og ekki vantaði kaffi ilminn þegar hún hellti því í bollann...


en ég skal nú bara segja það eins og er að krítverskt kaffi er líklega versta kaffi sem ég hef fengið... eins og þegar við hellum uppá og kaffifilterinn lekur niður svo kaffið er fullt af kaffikorg... 
Þetta var þannig kaffi!

En þetta er smá útúrdúr og var bara áhugavert.Vel útilátinn morgunverður til a byrja daginn.


Eftir svona morgunverð hefur maður svo bara gott af því að þurfa svo að labba aftur til baka 
á leiðin bara rétt fyrir neðan aðalbygginguna var þetta yfirgefna hús,
sem fékk alltaf heilmikla athygli


og það var ekki bara af því að ég heillast að svona andstæðum i niðurbrotnum mannvirkum og gróskumikilli náttúru.
Nei þetta var nefnilega kisuhúsið!


en þarna bjó kisufjölskylda, 
ótrúlega fallegir kettir sem voru svo gæfir enda miðað við draslið í kringum húsið hjá þeim þá er alltaf verið að gefa þeim að borða, en þarna voru plastílát, tunadósir, kattamatur og vatnsbrúsar út um alla lóð.
og hér bjuggu amk þrír fullorðnir kettir og fjórir ketlingarKisumamma með ungana sína... 


og uppí á vegg sat kisupabbi ósköp spakur og rólegur


og geispaði bara!

Þá er ég búin að segja aðeins frá því hvert við fórum í frí og hvar við gistum...
en þá er sagan nú ekki búin heldur bara rétt að byrja.


við notuðum fyrsta daginn til þess að taka því rólega, röltum berfætt í flæðamálinu nokkuð langt meðfram ströndini og vorum bara að njóta dagsins þar.


svo tókum við lítinn bíl næstu þrjá daga og keyrðum aðeins um .....

skoðuðm sveitirnar þarna í kring,
litlu þorpin, gamlar rómverskar rústir, klaustur, kíktum í vinrækt og eina fallegustu strönd evrópu... 


þar sem fór að hellirigna áður en við náðum að setjast niður og ég tók eina alskyjaða mynd á ströndinni áður en við flúðum aftur í bílinn.


en leiðin þangað var stórfengleg 
og keyrt fjallaveg í gegnum fullt af litlum gömlum þorpum svo það var vel þess virði.

Svo fórum við dagsferð til Santorini....


 og að sjálfsögðu kíkt í gamla bæinn í Chania oftar en einu sinni.

og allstaðar var tekið fullt af myndum til að deila með ykkur
Þannig að það eru nokkrir bloggpóstar í vinnslu.
Svo við skulum spenna beltin og fara á flakk um Krít þessa verslunarmannahelgi.
Eigið góða helgi

SólarkveðjaPost Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature