Top Social

Í sumarbústað um verslunarmannahelgina

August 9, 2018

Við lögðum af stað í ferðalag um verslunarmannahelgina eins og svo margir aðrir og það er náttúrlega engu líkt að keyra um fallega landið okkar á svona björtum og fallegum  degi eins og á Suðurstandarveginum þennan laugardag.


við vorum á leið í sumarbústað tengdafjölskyldunar í Öndverðarnesi þar sem náttúran í kring og mögnuð fjallasýn í fjarska og falleg skógrægtin nutu sín vel á þessum óvenju björtu fallegu dögum... bara eins og lögð hafi verið inn pöntun fyrir helgina.
Sól og blíða og fallegt útsýni... já takk.


Logi minn er alltaf jafn ánægður með að vera þarna úti í náttúruni... 
svona lengi sem við erum úti líka að vísu 


 og ekki finst honum verra að vera miðpunktur athyglinnar hjá þessum dásamlegu systrum sem voru með okkur og veittu honum óskipta athygli alla helgina

Það var aðeins tekið til hendinni og við stelpurnar hreinsuðum saman innkeyrsluna


gott að hafa góða með sér 


svo voru nokkrir litlir álfar þarna líka sem léttu okkur verkið
en við gerðum sma stíg í gegnum þétt kjarrið við bústaðinn og létum álfana vakta stíginn og vísa leiðina...


þarna í miðju kjarrinu var svo lítill lundur þakinn Sóleyjum sem fékk nafnið Sóleyjarlundur 
Ég held ég hafi fundið minn uppáhalds stað þarna.... liggjandi innanum kjarrið og blómin í algjörri kyrð og sjá ekkert nema gróðurinn og himininn ... dásemd!


 Íslenska sumarið í sínu besta skapi ...

Takk fyrir innlitið.
Með kærri kveðju
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature