Top Social

Litur mánaðarins Shutter Gray

September 20, 2017

Í September ætlum við að kynnast milda og fágaða litnum Shutter gray aðeins betur...



Shutter Gray er annar af uppáhalds litum Marian. Þetta er franskur blágrár litur með daufum gæðatón.
Hann er nefdur eftir setti af gráum antík gluggahlerum sem Marian fann í antík verslun.


Þó að nafnið og liturinn á miðanum bendi til þess að þetta sé aðalega grátóna litur....


þá sjáum við um leið og við bætum vatninu saman við duftið...


....að þetta er mikið meira mildur blá-grár litur

Shutter Gray er hin fullkomni litur ef þú ert að reyna að velja annaðhvort gráann eða bláan. Þetta er mjög mildur litur sem breytist eftir því hvað er í kringum hann.


Allison frá The Golden Sycamore gerði svona myndir af öllum Milk paint litunum með ólíku vörnunum okkar. Þú getur séð hvernig Shutter Gray breytir um karakter eftir því hvaða vörn þú setur yfir hann.


Hér er Shutter Gray með öllum bláu litunum í Milk paint línuni og hann virkar frekar grár við hliðina á litnum Flow Blue sem er mjög ákveðin blár litur... ekkert hik þar á ferð. 



Marían málaði þennan skáp með Shutter Gray og hafði málninguna óvarða eða hráa eins og við köllum það

Þetta litla krúttlega borð málaði ég í báðum litum mánaðarins,
 fyrst í hlutlausa ljósa litnum Mora og svo Shutter Gray yfir...

þið finnið bloggpóst um Mora hér:

Lita Innblástur með Mora



Kær kveðja
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature