Top Social

Hjá Svo Margt Fallegt á LJósanótt

September 6, 2017

Það var opið hjá Svo Margt Fallegt á Ljósanótt sem var um síðustu helgi og mig langar að þakka öllum sem  notuðu tækifærið á þessari frábæru hátíð okkar hér í Reykjanesbæ til að koma við.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók af hér áður um helgina en rétt eins og í fyrra þá mundi ég ekkert eftir að taka myndir eftir að fólk tók að streyma inn. 


Þetta gull kom í heimsókn til ömmu sinnar á rólegri stund... (held það hafi nú verið meðan árganga gangan var, sem enginn ætti að missa af).

og hún fékk að mála stólinn sinn aðeins meira, en amman er búin að vera aðeins of upptekin við að undirbúa ljósanætur opnunina til að gefa henni tíma og athygli á vinnustofuni síðustu daga.


Verið ávallt velkomin til Svo Margt Fallegt á Klapparstíg í Keflavík,
í vetur verður opið frá mánudegi til fimmtudags frá kl13 til 17 og á öðrum timum er ykkur velkomið að hafa samband og fá að kíkja þegar það hentar best.Þúsund þakkir fyrir frábæra helgi.
Kær kveðja
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature