Top Social

Með tölvuna og kaffibollan í sumarbústaðnum

September 29, 2017

Í gærmorgun vaknaði ég upp í sól og blíðu í sumarbústað tengdaforeldra minna...


ég var aaaalein á ferð, 
byrjaði daginn á því að setjast út með morgunmatin og kaffibollan og drekka í mig fegurðina í haustinu.


Svo settist ég við borðið, með tölvuna og myndavelina 

og naut þess að vinna myndir sem ég hafði tekið á leiðinni, 
kosturinn við svona bloggstúss er nefnilega að það er hægt að gera hvar sem er í raun svo hvers vegna ekki að breyta til?


á borðinu stóðu fallegar rósir sem ég fékk að gjöf eftir námskeið sem ég hafði verið með kvöldið áður á Flúðum


og það er alveg ótrúlegt hversu dásamlegt það er að sinna myndvinslu í nýju og fersku umhvefi umvafin fegurð..... og með takmarkað netsamband.



útsýnið og birtan á þessum fallega degi var vítamínsprauta sem veitti mér ómældan skapandi innblástur.



Umhverfið  er falleg víðátta  sem varð hreinlega að listaverki þegar sólin lýsti upp haustlaufið,
svo það var ekki annað hægt en að stíga út fyrir og njóta þess sem dagurinn hafði uppá að bjóða.



Birkigreinar sem hafa lokið sínu hlutverki mynda fallegan kontrast við litina í umhverfinu.. eins og náttúrulegur skúlptúr.


En svo var tímabært að halda heim á leið aftur eftir dásamlegan dag og með fyrirheit um að eiga fleyri svona daga, útí sveit í náttúruni með myndavelina og tölvuna með mér
að njóta og deila.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature