Top Social

Grænn og Kröftugur Drykkur

August 29, 2017
Ég mætti alveg vera duglegri að búa mér til svona smoothy en tek stundum  svona smoothy tímabil og þennan kröftuga og ferska drykk finst mér æðislegt að gera til að fá smá græna orku í kroppin.


í þetta sinn notaði ég grænt epli, selleri og lime, finst sú blanda virkilega góð. 
Engifer fer næstum alltaf í drykkina mína og spínat líka þó oftast eigi ég það bara frosið. 
Já og svo fóru nokkur blöð af mynduni minni með í bandarann og kalt vatn.
Sem sagt fullt af bragði til að leika við bragðlaukana, sterkt, súrt, beiskt og sætt

Þar sem ég er bara að blanda fyrir mig eina þá nota ég bara hálft epli, 1/4 af lime og smá sellerý og sker svo gjarnan niður meira í leiðinni, skelli í poka og geimi í frysti fyrir næsta drykk.


ummmm sáið bara hvað hann er ferskur og grinilegur.


Græn orka fyrir mig í dag.

Hafið það sem best í dag,
kveðja
Stína


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature