Top Social

Útivera á Þingvöllum

August 5, 2017
Í vikuni kikti ég upp í sumarbústað á þingvöllum til systur minnar og fjölskyldu.
Ég var með ömmubarnið mitt og hundinn. sem bæði voru að njóta sín svo ótrúlega vel með frændsystkynum sínum að heim kom ég með fullan síman af videoum af krökkunum og svo hundinum á hlaupum í móanum, en mun minna af myndum af öllu því fallega sem ég var að njóta, en nóg til að deila með ykkur í dag.



Bústaðinn eruð þið nú kanski farin að þekkja því ég bloggaði um hann hér:
og það er langvinsælasti bloggpóstur sem ég hef gert held ég.




Þannig að ef þið viljið sjá meira af bústaðnum þá mæli ég með að skoða aðra bloggpósta sem sýna hann betur, nú ætlum við hinsvegar bara að rölta úti og setjast í grasið.
Hér eru allir bloggpóstar frá bústaðnum: Þingvellir


Hann Logi minn sem er orðinn 10 ára gamall var á fullu með krökkunum allann daginn en notaði rólegar stundir til að kvíla sig bakvið eldhúsborðið.... þar sem hann gat þó fylgst með öllu.


Ég var líka búin að finna minn stað, þar sem ég settist með kaffibollann rétt utan við pallinn sjálfan, í ylmandi lingið og gróðurinn 

og þar naut ég mín bara langbest, gat legið í mjúkum gróðrinum og fylgst með krökkunum og hundinum á hlaupum og dáðst að fallegri náttúruni allt í kring.

Ömmugullið spjallar aðeins við Loga sinn meðan hún borðar morgunkorn úti í móa.... 
þetta endaði reyndar þannig að  hún hljóp af stað að leika sér og hann fékk matinn hennar!





Allra mesta skemmtunin hjá krökkunum var alveg pottþétt það að hátta sig og leika sér í ísköldu vatninu í úðaranum... 



svo röltum við nið´rað vatni


Þar sem mágar mínir voru eithvað að brasa ....

og frænkukrúttin fóru á veiðar með háfum.... 
og reyndu held ég ýmist að veiða fiska eða flugur!


Íslenskt já takk!



Það er orðið langt síðan ég hef farið með hundinn að vatni og hann kom mér ótrúlega að óvart.... hann er enn jafn spenntur fyrir því að komast nær og fá að bleyta sig og svo ótrúlega sprækur og hress og kátur.


það sem ég elska svona mosavaxið grjót úti í náttúruni....
og tært varnið, gersemin okkar.






Þetta er lífið!
Að eiga góða stund með fólkinu sínu, í náttúruperluni okkar í góðu veðri!
Hafið það sem allra best um helgina, munið að horfa í kringum ykkur, dást að því hversu fallegt landið okkar er og njóta.

Mínar allra bestu kveðjur til ykkar,
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature