Top Social

Í Svo Margt Fallegt skúrnum. Fyrir og Eftir myndir af Skúrnum

February 11, 2016
Mig langar að sýna ykkur aðeins hvernig skúrin minn var og er.
Ég tók saman nokkrar myndir sem ég byrti á fb síðunni á síðasta ári,
 En ég setti inn myndir af verkefninu jafnóðum og því miðaði áfram svo einhver ykkar hafið nú séð flestar þessar myndir áður.

Í Apríl 2015 byrjaði ég,  þar sem ég var atvinnulaus, að breyta skúrnum hjá mér.
Planið var að breyta honum  í vinnustofu, svo ég hefði vinnuaðstöðu til að mála gömul húsgögn og verslun, ég hafði nefnilega uppgötvað mjólkur málningu eða milk paint, sem ekki var hægt að nálgast hér heima á frónni,
og vildi geta boðið uppá þessa dásemdar málningu til sölu.


Ég hafði pantað frá Usa málningu frá nokkrum framleiðendum og prufað mig áfram og leist vel á Miss mustard seed´s milk paint, sem sömuleiðis voru mjög spennt fyrir að fá vörurnar í sölu hér á Íslandi og þá var bara að græa aðstöðu og stofna reksturinn.

Apríl 2015;

Skúrinn hjá mér hafði verið stúdioíbúð þegar við keyptum, við gerðum smá breytingar og stúkuðum niður í tvö herbergi fyrir unglingana, svo í gegnum árin hafa þeir ýmist verið í kjallaranum, flutt að heiman eða farið aftur í skúrinn. Staðan var sem sagt þannig að annar sonurinn var í öðru herberginu í skúrnum og restin var bara fullt af dóti og drasli. 


Sem sagt fullur af veggjum, hurðum og stútfullt af drasli.
(búið að henda alveg helling út þegar þessar myndir voru teknar)
Sonurinn flutti bara aftur í kjallarann
og þá byrjaði ég að fjarlægja hurðar og brjóta niður veggi.

Svo varð ástandið svona, veggirnir að mestu farnir með hjálp eiginmannsins og rafmagnið hékk um allan skúr eins og einhver listrænn gjörningur úr furðuheimum.


Svo nú var tími til að taka góða pásu og kalla til rafvirkjann í tengda-familýunni,
sem kom og greiddi úr flækjunni og tók vel til í rafmagnstöflunni í leiðinni.

Mai 2015;
Nú var ég með fullt af timbri sem var  hreinsað og endurnýtt seinna 
og svo var bara að mála panelinn hvítann.



og nú voru kaffipásurnar teknar úti á palli á góðum dögum og til að fá smá sumarfíling voru ikea gerfiplöntur látnar duga meðan enn gat orðið of kalt fyrir sumarblómin.

Allt orðið hvítmálað og fínt  og panillinn hvítur og bjartur.  Einn veggbútur var látinn standa eftir til að stúka aðeins af verslunina og geymslu með óunnum verkefnum 
og hér er líka búið að hreinsa notaða timbrið og gera fínasta vinnuborð úr því.
þar kom nú eiginmaðurinn sterkur inn eins og í öðrum verkum í þessu öllu saman.


Í lok Mai er útsýnið út um gluggann orðið sumarlegt og fyrstu sumarblómin komin á pallinn, 
og nú eru garðverkin farin að taka yfir verkin í skúrnum

Júlí 2015


Ég fékk gömlu hillusamstæðurnar sem amma og afi höfðu átt og pantaði mér einn poka af steingráum lit sem heitir Scloss og notaði einn rigningardag í júlí til að mála hillurnar, sem ég ætlaði mér að nota til að stilla upp málningunni þegar þar að kæmi. 


smá antík vax til að draga framm skrautlistana og nú er konan að verða pínu spennt fyrir komandi verkefni.

September;
Sumarið búið og garðverkfærin komin inní geymslu í bil.
Nú er málað smá með svartri veggmálningu eftir sumarfrí.

Október 2015;
Einn lítill veggur orðinn svartur, 
hillurnar komnar upp og "nýtt" elshúsborð-sett bíður eftir málningunni.



Einn stóllinn komin með nýtt útlit með svarti Milk paint 
og baðherbbergishurðin kallar líka á nýtt útlit.


Svarti veggurinn nýtist vel sem krítarveggur og þar kynnti ég með stolti í Nóvember að Miss mustard seed´s milk paint væri væntanleg í skúrinn á næstu dögum.


Nóvembber 2015;
Málningin komin í hús og upp í hillurnar,
ég fór þá til Sviþjóðar á námskeið, hélt mín fyrstu námskeið í skúrnum í nóvember og kynni málnínguna fyrir duglegum og áhugasömum Íslendingum.


Útsýnið úr skúrnum hefur nú aðeins breyst frá því í vor og jafnvel skjólveggirnir eru orðnir hvítir.

Febrúar 2015;

Baðherbergishurðin fékk smá breytingu með Layla´s mint og veggurinn er nú notaður til að auglýsa næntanleg námskeið, 
Sjá allt um námskeiðin hér

Nú er bara að vera dugleg að mála.
Ég byrjaði árið á Þvi að fylla skúrinn af gömlum húsgögnum og það var rétt svo að hægt hafi verið að stíga þar inn. 
En nú er allt í vinnslu og vonandi koma bráðlega bloggpóstar með nýmáluðum húsgögnum 
og sum jafnvel verða  til sölu í skúrnum.


Sumt er málað svart, annað er málað í pastellitum eins og þetta sett sem ég er að gera fyrir ömmugullið. En það er gaman að nota ólíka liti á ólika hluti en litaúrvalið hjá mér býður svo sannarlega uppá fjölbreytni.


Það er amk ekki langt fyrir mig að fara til vinnu 
og í skammdeginu er gott að geta kveikt á luktum fyrir framan innganginn í skúrinn,
það er alltaf jafn notalegt og fallegt.
Hér getið þið fundið litakortið og  vörurnar sem eru í boði hjá

Svo Margt Fallegt


Takk innilega fyrir innlitið í skúrinn,
Kær kveðja
Stína Sæm

Meira af

Svo Margt Fallegt á 




ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
5 comments on "Í Svo Margt Fallegt skúrnum. Fyrir og Eftir myndir af Skúrnum"
  1. Vá, en fallegt hjá þér, það væri svo sannarlega gaman að koma og kíkja í skúrinn til þín :)
    Kveðja, Magga

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það Magga, og mikið væri nú gaman að fá þig í heimsókn í skúrinn einhvern daginn :)

      Delete
  2. Gaman að sjá svona yfirlitsmyndir yfir ferlið! Krítarveggurinn er æðislegur :-)

    ReplyDelete
  3. Ekkert smá flott mín kæra! Krítarveggurinn gerir svo mikið, ekki síst þar sem svo fallega hefur verið skrifað á hann. Njóttu vel og gangi þér allt í haginn!

    ReplyDelete
  4. Þetta er alveg frábært hjá þér:) ég óska þér góðs gengis með þetta, fallegir litir og fallegar umbúðir og passa svo vel í hyllurnar:)
    Kannski að maður sé einhverntíman á ferðinni í Keflavík, þá kíki ég örugglega við:)
    Knús Sif

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature