Top Social

Jólaborðið síðustu 5 árin

January 4, 2016
Aðal djásnið mitt um jólin, fyrir utan jólatréð að sjálfsögðu, er án efa jólaborðið.
Ég legg á borð á þorláksmessu og hef því tíma til að  nostra við það,
 Strauja dúkinn og servietturnar,
passa að hnífapörin séu vel pússuð og glösin glitrandi fín.
Svo brýt ég servetturnar, legg á borðið og skreyti það með kertum og fíneríi,
svo það er okkar að njóta frá morgni til kvölds.

Oftast læt ég svo skreytingarnar vera á borðinu og við setjum matinn á borð til hliðar, Þannig sitjum við allann tíma við fallegt borðið. Stundum hinsvegar tek ég aðalskreytingu  af  þegar matuinn er tilbúin og geri þannig pláss fyir matinn borðinu.
Svo er misjafnt hversu mörg við erum, allt frá 4 og uppí 8 manns, svo að stundum þarf að skipta gamla litla borðstofuborðinu út fyrir stærra borð, sem gefur mér kost á smá tilbreytingu en alltaf er borðið hátíðlegt, ljóst og glitrandi.

 Í ár vorum við óvenju mörg í mat, svo ég fékk gamla, stóra eldhúsborðið okkar lánað hjá syni mínum  gerði stjörnubrotið í servetturnar sem er í svo mikklu uppá haldi hjá mér og setti aðventuskreytinguna á mitt borðið ásamt kertum, hýasintulaukum og fallegum gamaldags jólakúlum.

Það sem ég hinsvegar klikkaði á var að taka myndir af jólaborðinu,
en þessi hér að ofan var snapp sem sonurinn sendi af jólaborðinu 2015.
Ég ákvað þess vegna að taka saman jólborð liðinna jóla af blogginu,
En bloggið byrjaði 2011 svo við lítum til baka um 5 síðustu ár.


Við byrjum á jólunum 2014:

Það var árið sem ég lagði gamla gerfitréð á hilluna
 og fagnaði ófullkomnleikanum og fegurðinni í lifandi grenitré í stofunni.

Í dagsbyrtu snemma á aðfangadag, dásamlegt að vakna upp og svona lítur borðstofan út.
Borðið skartaði stjörnubrotinu eina ferðina enn.... er bara svo fallegt og jólalegt!

Orkidean ákvað að blómstra aftur í desember svo hún fékk heiðursess á borðinu, skreytt með smá mosa í glærum pottinum, umkringd könglum, laukum og þessum hefðbundnu kertstjökum sem altaf virðast rata á jólaborðið.


Loks þegar búið er að kveikja á öllum kertum, rétt áður en kirkjuklukkurnar hringja í ríkisútvarpinu, er borðið komið með sinn rétta hátíðlega blæ.


 Jólin 2013

Hér er það hvítt og silvur, 
slétt og fellt.

Litla borðstofuborðið dugði fyrir okkur, enda bara fjögur í þetta sinn og ég myndi segja að dekkningin hafi verið fremur látlaus en falleg.

Gamla tréð sem mamma og pabbi áttu stóð sína vakt í stofunni í síðasta sinn... í bili amk, 

Jólin 2012:



Fallegu diskamotturnar með gullþráðunum á sínum stað. 
Ótrúlegt hvað þessar duga vel ár eftir ár, 
hafa fengið sósubletti, sykurbráð og ölslettur en alltaf koma þær draugfínar og sléttar á borðið að ári,
 hafa þó tínt glitrandi steinunum í þvotti í gegnum árin, svo fáir eru eftir.


Servetturnar góðu eru snúnar í rósarbrot.... einfaldast í heimi.
á milli diskana er ég svo með heklaða blúndudúka sem ég á nokkrar útgáfur af, missjafnir og misstórir en sinna þessu hlutverki af stakri prýði.

Jólin 2011:

Árið 2011 er árið sem Svo margt fallegt bloggið byrjaði,
þessi jól vorum við sjö í mat, mamma og pabbi voru hjá okkur og þar sem við eigum bara sexmanna sparistell þá þurftu þau að taka með sér einn sparidisk og eitt par af hnífapörum og það var sett við endann og er blátt og hvítt eins og okkar svo það passaði fínt, skreytingin er mun minni en oftast og silfurskálin var bara tekin í burtu fyrir mat og maturinn settur á borðið.
Á hverjum disk er gyllt jólkúla sem situr á lítilli heklaðri glasamottu, eifalt og krúttlegt finst mér.
þessi jól eru mér sérstaklega kær þar sem þetta voru síðustu jólin hennar mömmu,
sem kvaddi okkur í desember ári seinna.
Við áttum eftirminnilegt kvöld saman og gleðileg jól,
Aðfangadagskvöld 2011



Vonandi höfðuð þið gaman að þessari samantekt á jólborði síðusut jóla,
mér fanst nú dálítið áhugaverð að skoða borðin svona eftirá,
þá sé ég að sumt endurtekur sig óafvitandi ár eftir ár og annað prufað einu sinn og svo gleymt en gott að rifja upp.
En þegar upp er staðið er jólaborðið alltaf með sama ljómanum og yfirbragðinu,
Væri gaman að breyta aðeins til á næsta ári.....
 en sjáum til hvernig það fer.
TO BE CONTINUED NEXT YEAR!



ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
1 comment on "Jólaborðið síðustu 5 árin "
  1. Hi ,Stine,, i love you blog , you have a new follower forma Chile
    Angelica

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature