Top Social

Gamall stóll fær nýtt útlit, með litnum Dried lavender og white wax frá Miss mustard seed´s milk paint

January 20, 2016
Mig langar að sýna ykkur stólin sem Lovísa tengdadóttir mín málaði fyrir jólin,
hún kom með gamla stólin frá ömmu sinni og afa í skúrinn til mín og málaði hann meðan ég vann að öðru verkefni.
Við gleymdum því miður að taka mynd af stólnum fyrir, en hann var dökk brúnn og svo rétt náði ég að smella af honum, í upplýstum skúrnum að kvöldi til, áður en hún fór með hann heim, svo þessi póstur státar ekki af stórri fjölbreytri myndasyrpu.



Hún valdi fjólabláa litinn sem kallast dried lavener og er mjög mildur fjólublár, 
enda er daman voða hrifin af fjólubláu og var með fallegann púða sem mamma hennar gerði fyrir hana í huga þegar hún valdi litinn.




Gamli brúni liturinn kemur svo skemmtilega í gegn þegar hún pússaði yfir málninguna
 og svo varði hún málninguna á eftir með hvítu vaxi,
En mér finst hvíta vaxið gefa alveg æðislega áferð yfir svona mildan fallegann lit
og við fáum þarna þrefalda dýpt í gamla gripinn, aðallitinn, dökka hápunkta og hvíta vaxið sem verður eftir í öllum raufum.

Hér getið þið séð alla litina, frá Miss mustard seed´s milk paint sem ég er með

Fylgist með;
Svo margt fallegt á Facebook
Svo margt fallegt á Instagram






ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature