Top Social

Jólatréð komið út í kuldan

January 12, 2016

Fallega jólatréð mitt hefur nú lokið sínu hlutverki, allt skraut og ljós farið og það bíður nú úti við lóðarmörk eftir að vera flutt í burtu...
uppþornað greyið og bara kastað útí garð.

En svo í gær snjóaði hér og tréð sem hafði nú munað fegurri stundir fékk aldeilis uppliftingu

og varð svona dásamlega fallegt úti í garði allt þakið snjó.


 Haustblómin á tröppunum eru líka að  njóta hvítu ábreiðurnar


Svo mikil dásemd.


Takk fyrir að líta við,
munið að líta í kringum ykkur og sjáið fegurðina sem leynist alltaf þarna einhverstaðar.
Vonandi hafið þið það sem allra best í dag,
með kveðju 
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature