Top Social

Morgun stund

January 19, 2016
Ég sit við elhúsborðið, með kaffibollann minn og kertaljós,...
því það er sko kertatími í janúar!

og blaða í gegnum bestu uppskriftir gestgjafans 2015... 
allt í einu blaði sem er snilldar eintak, 
þykkt og flott á borði, með fallega bókarkápu,


 fullt fullt af fallum matarmyndum,
 en mér finst voða gaman að skoða flottar mynartökur af mat.... 
eða sko af kökum öllu heldur.

Í eldhúsinu er notaleg stemning svona með kertljósinu,
ég keypti þennann kertastjaka um aginn á nytjamarkaði og nota hann til að brenna niður leifar af kertum. 

Talani um leifar....
í glugganum hanga enn leifar af jólunum, en svörtu stjörnurnar hanga hér enn,
þó að allt annað jóla sé farið úr eldhúsglugganum.

En svona var hann um jólin hjá mér:

Hér eru stjörnurar í smá samhengi við jólin en þær hengu þarna með íslensku jólasveinunum,
Ég var eiginlega svo ánægð með þær svona að ég ákvað að láta þær vera áfram,.. í bili amk,
en kalla greyin eru löngu farnir að sjálfsögðu.



Hafið það sem allra best í dag,
kær kveðja
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature