Top Social

Mánudags innlit í töff eldhús í Itölskum stíl með frönskum bistró áhrifum.

November 9, 2015
Innlit í töff eldhús hjá Malin Persson.
Dökkir litir og hlílegur kopar myndar fallegar andstæður við hvítar flísar í hólf og gólf, og stóra bjarta glugga svo rýmið flæðir út.


Eldhúsið er hannað utanum stórglæsilega svarta skápinn sem kemur frá Italíu, sem alltaf stóð til að yrði miðpunktur í þessu alls ekki týpiska, sænska eldhúsi. En áhrifin eru Ítalskur stíl og franskur bistró fílingur.
Skápurinn kemur frá Italíu en Malin bjó þar í sextán ár, og er stór að það þurfti að taka aðeins ofan af honum svo hann passaði við loftæðina.

Blöndunartækin finst mér alveg einstaklega heillandi og falleg og setja sterkann svip á heildarmyndina í eldhúsinu, en hér er fallegur lítill granítvaskur við hliðina á eldavelinni með þessum fallega krana sem fanst á sænskum markaði. 

Barstólarnri eru frá House doctor en dásamlega ljósakrónan fékst á markaði í Marrakesh.
 Litirnir á veggnum eru frá því húsið var byggt og koma skemmtilega á óvart í eldhúsinu.

 Eldhúsáhöldin eru í gömlum skáp við eldavelina sem átti bara að vera til bráðabyrgða en í dag er eins og hann hafi hvergi annarstaðar átt að vera.

 Ég  þakka Malin fyrir að sýna okkur eldhúsið sitt
 og vona að þið eigið öll dásamlega góðann mánudag.

Kær kveðja 
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature