Top Social

Innlit í sumarhúsið hennar Mariu í Sviþjóð

November 17, 2015
Ég var í Sviþjóð um síðustu viku, á námskeiði hjá henni Mariu í Skattkammaren, 
þar sem ég kynntist mæðgunum Mariu og Berit og lærði um Mms milk paint svo ég geti haldið námskeið fyrir ykkur og leift ykkur að njóta.
Skattkammeren er nú ævintyraheimur út af fyrir sig sem gaman væri að deila með ykkur seinna.....
 en ekki í dag.
Í dag ætlum við nefnilega að kíkja á sumarhúsið hennar Maríu

 Áður en ég fór út sá ég mynd af sumarhúsinu, sem er bara dásamlega fallegt og hún María var svo yndisleg að senda mér myndirnar og bjóða okkur í innlit í sveitina sína fallegu.


Mæðgurnar Maria og Berit eiga margar góðar stundir í sveitinni sinni, en hús Berit er þarna á sömu jörð.
Ég er ekki hissa á að þær njóti sín þarna í sælunni en þegar ég kvaddi þær mæðgur voru þær að undirbúa sig til að eyða helginni í sveitinni sinni, en Maria hefur nostrað mikið við sumarhúsið sitt sem sést vel á eftirfarandi myndum.










En sú dásemd.
Já þarna er svo sannarlega vel hægt að njóta sín, hvort sem er að sumri eða vetri, en fjölskyldan nýtir húsið vel yfir veturinn líka í kulda og snjó. það get ég vel ýmindað mér að sé ekki síðra. 
Við þökkum Mariu fyrir innlitið og að lána okkur myndirnar sínar.

Eigið góðan dag í dag,
kær kveðja
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
1 comment on "Innlit í sumarhúsið hennar Mariu í Sviþjóð"
  1. En fallegt :) ....og gaman að fara á námskeið og kynnast fullt af skemmtilegu og hugmyndaríku fólki :)

    knús í hús
    Kristín Vald

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature