Top Social

2ja ára ömmugull í dag

November 20, 2015
Hún Íris Lind, litla ömmugullið mitt er 2ja ára í dag og  ég fékk leifi foreldrana til að deila með ykkur myndum sem snillinguinn hún Heiðbrá tók af afmælistelpunni í síðustu viku.
já það sem tíminn flýgur áfram, en það er eins og það hafi verið í gær sem ég deildi með ykkur fréttunum um ömmutitilinn
 (sjá hér

Þetta litla gull er stolt mitt og yndi, svo ótrúlega dugleg og glaðlynd, hún er sjálfstæð og ákveðin eins og vera ber þegar maður verður 2ja ára og lætur alveg vita hvað hún vill, en alltaf  er stutt í brosið og gleðina. Hún vill gera allt sjálf  og alltaf að læra á lífið, er byrjuð að tala, hætt með bleiu, elskar frosen og vill bara vera með flettur í hárinu.
 Hún er svo hlý og opin og knúsar sína og kreistir, hvort sem það er fjölskyldan eða bangsar og dúkkur...
og myndirnar fanga allt þetta, hún hlúir að dúkkunni í vagninum, neitaði að fara úr svörtu buxunum undir jólakjólnum,  brosir breitt, knúsar foreldra og bangsana og hlær að öllu saman.


Myndir Heiðbrá photography
Eru ekki svona myndatökur alveg það allra krúttlegasta?

Eigið góðann dag
með kærri kveðju
Stína sæmps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature