Top Social

Gjafaleikur Svo Margt Fallegt og MixmixReykjavík

November 23, 2015

Í nóvember opnaði MixmixReykjavík nýtt studio á Langholtsvegi, 
 þar sem vel er tekið á móti okkur í undurfallegu umhverfi með hinum sanna Mixmix anda.
 Þar sem við getum skoðað fallegu vörurnar þeirra, sem hafa verið valdar af natni og umhyggju,
 sótt okkur innblástur og jafnvel fengið hressingu og góð ráð.
og nú hefur bæst við fallegt vöruúrvalið, gömul sérstök húsgögn.
sem jafnvel þurfa á smá umhyggju og alúð að halda.
Á sama tíma opnar Svo margt fallegt, vinnustofu og verlsun hér í Keflavík og Það er með ánægju og spenningi að ég byrja gott samstarf með MixmixReykjavík, þar sem við munum bjóða uppá notalegar og skemmtilegar uppákomur og áhugaverða samvinnu með svo margt fallegt í huga.
Enda auðvelt að mixa heimilisbloggi og fallegri heimilisvöru 
og gömul sérstök húsgögn og milk paint mixast alveg sérstaklega vel.
Svo að samstarf Svo margt fallegt og Mixmix Reykjavík getur ekki orðið annað en falleg og notaleg upplifum.


Til að fagna þessum tímamótum og gleðjast yfir fallegu upphafi, 
viljum við gefa einum heppnum lesanda bloggsins
fallega gjöf.

Hamam handklæðin:

Hamam handklæðin og borðdúkarnir frá Ottomania eru afurð heimilisiðnaðar. Þau koma af litlum
vefstofum í heimahúsum. Ottomania velur þræði í þeim litum sem fyrirtækið notar hverju sinni og
kemur til vefaranna. Mjög margir vefarar vilja mun frekar vinna heima, líkt og fyrirrennarar þeirra
gerðu, frekar en í verksmiðju. Í vefverksmiðjum er mikill hávaði og vinnan vill verða tilbreytingarlaus.
Við erum ánægð að geta stutt við heimilisiðnað með langa sögu og lagt okkar að mörkum við að viðhalda
hefðum og eftirsóknarverðum störfum oft í bæjum sem atvinnuframboð er takmarkað. Það er líka
augljóst þegar vörurnar eru skoðaðar að þær eru framleiddar af ánægðum fagmönnum.
Í Tyrklandi og öðrum löndum sem þekkt eru fyrir hamam hefðina eru þunn en efnisrík handofin
handklæði yfirleitt notuð í hamam baðhúsinu, en  Minnstu hamam
handklæðin eru síðan hentug til dæmis sem eldhúshandklæði eða hjá baðvaskinum.

Litlu Hamam handklæðin og savon de marseille sápurnar frá MixmixReykjavík eru smáatriðin sem fullkomna verkin í eldhúsinu, falleg, mjúk handklæðin og ilmandi sápurnar eru fullkomið  par í hvert eldhús......
 eða baðherbergi að sjálfsögðu.


Gjöfin okkar til þín:

Mix & match .....
eða blandið og parið ykkar eigin lit og lykt!
Hamam handklæði small + savon de marseille sápa,
gæti orðið þitt.


Það sem þið þurfið að gera er að:
Nr 1. Fara inn á Mixmix Reykjavík og velja lit af handklæði og hvernig ilm af savon de marseille sápu þið viljið,

Nr 2. Takið fram í skilaboðum hér við póstinn hvaða lit og ilm þið viljið.

Nr3. Skellið einu læki á Mixmix facebook hér ......ef þið hafið ekki gert það nú þegar.

Nr 4. Deilið þessum bloggpósti á facebook.það er nú allt og sumt.
Munið bara að skrifa skilaboð hér við bloggpóstinn til að eiga kost á þessari fallegu gjöf.
og fylgist með viðburðum svo margt fallegt og MixmixReykjavík á næstunni.Eigið góðar stundir,
með kveðju 
Stína Sæm 

Svo Margt Fallegt á


12 comments on "Gjafaleikur Svo Margt Fallegt og MixmixReykjavík"
 1. Eplalykt og hvítt með svörtum röndum,takk ��verð að kíkja, ekkert smá spennandi búð ��

  ReplyDelete
  Replies
  1. já hún er æðisleg, en það vantar nafn eða annað auðkenni hjá þér td mail.
   kv stína

   Delete
 2. Langar svo i dásamlega lavander sápu og handklæðið græna með hvítu röndunum takk �� Hulda hbb1966@gmail.com

  ReplyDelete
 3. Rakel Rún SigurðardóttirNovember 25, 2015 at 8:41 AM

  Er einmitt búin að vera að skoða þessi handklæði og væri mikið til í að prófa! Langar í svart með hvítum röndum og sápu með mímósu lykt :)

  ReplyDelete
 4. Ég sé að þú ert búin að vera upptekin undanfarið. Þetta hljómar allt spennandi. Gangi þér vel!

  PS. Og til hamingju með nýja eldhúsið!

  ReplyDelete
 5. Væri svo til í sjógrænr með hvítum röndum og vanillu sápu :)

  ReplyDelete
 6. Svart með hvítum röndum og eplaköku
  kv
  Hjördís Hjartar

  ReplyDelete
  Replies
  1. haha eplaköku :) þú þarft að kíkja í heimsókn til að fá eplaköku <3

   Delete
 7. Mig myndi langa í svart með hvítum röndum og sápu með vanillu lykt <3 <3 <3 <3 Yndislegar vörur

  ReplyDelete
  Replies
  1. það vantar alveg nafn eða mail eða eithvað auðkenni hjá þér ;)

   Delete
 8. Ég væri til í svart með hvítum röndum og lavender sápu, eða epla eða vanillu....

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature