Top Social

Lítið Saumaborð Málað með Mora og Shutter gray

September 14, 2016
Þetta litla krúttlega borð var búið að bíða lengi eftir að fá ást og umhyggju á vinnustofunni hjá mér. 
Ég var alltaf nokkuð óákveðin með hvað myndi hennta því. Svo þegar ég sá hvaða litir væru litir mánaðarin í september, var bara eins og þeir væru ætlaðir á þetta borð svo litirnir voru blandaðir og borðið klárt með það sama.




Þegar kom að því að mymda þetta fallega litla borð ákvað ég að skella því bara út á bílaplan og mynda það úti, á sólríkum fallegum haustdegi, á steinhellum, innanum lítil og gömul húsin í götunni.
Mér fant það bara eiga svo vel við þetta litla og gamla borð og hellurnar og grófleikin skemmtileg anstæða við krúttlega heklaða leikfangabangsana sem ég valdi til að stilla upp á borðið. 

Þegar kom að því að mála borðið varð lítið um myndatöku en hinsvegar  sendi ég snapchat af þvi alveg frá A-Ö á Svo margt fallegt snappinu.

Það var úr ljósum við og mjög eytt og máð, sérstaklega á borðplötuni svo ég bara létt pússaði yfir það allt og málaði svo allt borðið með Mora sem er ljós mjög óákveðin litur.

 bíflugnavax borið á þar sem ég vildi láta Mora sjást og seinni litinn mást af. Svo var borðið málað með Shutter Gray sem er fallega blá-grár litur og loks pússað létt yfir til að fá málninguna alveg slétta og mjúka og um leið að fá ljósann óræðann undirtóninn í gegn.



Loks málaði ég smá munstur á slétta framflötin...... sem bara kallaði á smá skreytingu
 og pússaði svo yfir blómamunstrið til að eyða þvi aðeins og fá það gamalt og þreytt.

Borðið varði ég svo allt með Hampolíu og ljós undirtónninn nýtur sín vel þar sem hann skín í gegnum eftri litinn.

Borðplatan, máluð með Mora og pússuð vel til í lokin.


 Hér sjáið þið hvernig áferðin á viðnum undir málninguni kemur í gegn, svo það er eins og málningin hafi veirið á borðinu alla tíð og elst með því en þó er málningin mjúk og slétt viðkomu.









Krúttlegasta handavinnu-borðið með hólfi undir borðplötunni fyrir allt garnið
 og skúffum fyrir allt hitt nauðsynlega handavinnu-dóttið.




Er þetta ekki krúttlegt og sætt?

Ég vil benda á að hægt er að fylgjst með mjólkurmálningunni og sjá fræðslu og fallegt efni á nýrri facebook síðu: facebook.com/mmsmilkpainticeland/
Á þeirri fb síðu verður einungis Milk paint tengt efni.



Takk innilega fyrir innlitið
kær kveðja
Stína Sæm



ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
2 comments on "Lítið Saumaborð Málað með Mora og Shutter gray"

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature