Top Social

Svarti gimsteinninn #2 Með nýtt útlit og nýjann borðbúnað í myndatöku

September 3, 2016
Í bloggpósti fyrr í dag deildi ég því með ykkur þegar gamla borðstofuborðið mitt fékk nýtt útlit á vinnustofuni.
 Ef þú misstir af því er hann hér með myndum af ferlinu fyrir og eftir.

Athugið að borðið er nú til sölu hjá 

Svo Margt Fallegt

Í framhaldi var borðið svo borið aftur inní gömlu borðstofuna sína og dekkað upp með glænýjum borðbúnaði frá Bústoð í Keflavík fyrir þennann fallega myndaþátt.

og boy oh boy.... þvílíka fyrirsætan!


Borðið er að sjálfsögðu svo undurfallegt fyrir... eins og ég kom inná í póstinum fyrr í dag, að smá makeupp gerði gæfumuninn. og fallgur borðbúnaðurinn er svo eins og skartgripur á svona eðal drottningu.


Þessir diskar og skálarnar eru nátturlega bara töffarar...
alveg ótrúlega flott.


ó sjáið bara fegurðina!
og það er eithvað svo heillandi finst mér við dökkan viðinn sem skín í gegnum svarta matta málninguna.
Borðplatan er núna svo geislandi fögur, 
eftir að hafa verið berstippuð, skrúbbuð og pússuð og loks fengið næringu og nudd með vaxi,
 að það er unun að sjá hana loks njóta sín eftir að hafa legin undir þéttu lagi af póleringu árum saman.
og hér er borðið klárt í rómantískan dinner.

Borðbúnaðurinn heillaði mig algjörlega þegar ég kíkti í Bústoð um daginn. svartir og mattir  diskarnir  eru heillandi og töff...pínu öðruvísi og glösin finst mér bara gordjöss og hæfa svona virðulegum svörtum gimsteini.

jájá sjaíð þetta bara..... svo fullkomin með allann sinn ófullkomnleika...
ég meina..... það er eithvað svo virðulegt og fallegt við það að vera svona vel-tilöfð og nýmáluð og bera allar sínar rispur og galla með reisn.Hvað segið þið?
Sjarmur er það ekki?
Kíkið á breytinguna á borðinu og fyrir/eftir:
Svarti gimsteininn #1
Allt sem er á borðinu kemur frá:
 Bústoð í Keflavík


Vonandi eigið þið nú öll góðar stundir
og þið sem kíktuð til mín um helgina....
takk innilega fyrir innlitið þetta hefur verið ótrúlega gaman
og auðvitað eruð þið alltaf velkomin á vinnustofuna þó það sé ekki Ljósanótt.

dásemdarkveðja
Stína Sæmps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature