Top Social

Svarti Gimsteininn #1 Nýtt Verkefni á Vinnustofuni. Gamla Borðstofuborðið fær Nýtt útlit með mmsMilk Paint Typewryter

September 3, 2016
Núna þegar ég er með opna vinnustofu á Ljósanótt finst mér við hæfi að byrta bloggpóst um eitt verkefni á vinnustofuni...
 og þetta verkefni fær tvo bloggpósta í dag.

Í vetur fékk ég nýtt.... en þó mjöööög gamalt, borðstofuborð og þá fékk gamla undurfallega borðið mitt að vikja og þar sem það var hvort eð er orðið mjög illa farið þá ákvað ég að gefa því alveg nýtt útlit.... eithvað sem ég hafði verið að spá í lengi en var einhvernvegin bara aldrei að tíma því, enda borðið algjör gullmoli eins og það var.




Hér er ein gömul mynd sem ég fann á blogginu af borðinu eins og það var, alger perla,
þrátt fyrir að það var farið að sjá mikið á því og dúkur orðin nauðsyn en ekki bara smekksatriði.
og ég verð að viðurkenna að glansandi póleraða áferðin var kanski ekki alveg málið lengur.
Þá er ekki hægt annað en að dáðst að því.

Svo þegar borðið varð að víkja fyrir öðru gömlu, en í betra formi, fór það út í skúrinn og beið þar eftir alveg nýju útliti.

Ég byrjaði á því að fjarlægja þykkt lag af borðplötuni með paint stripper, ég dundaði við það reglulega meðan ég var að sinna öðrum verkernum á vinnustofuni. En það er puð og púl sem er svo vel þess virði þegar svona fallegur viður liggur undir og bara biður um að fá að njóta sín.
þegar allt var farið af borðplötunni og undurfallegur viðurinn orðinn alveg hreinn og fínn, tók restin af verkinu ekki nema einn seinnipart. Ég pússaði bara létt yfir fótin þar sem stærstu og sléttustu fletirnri eru ... var nú ekki að eyða of miklum tíma í það og leifði bara rispum og hnökrum að vera, 


 Svo skellti ég Typewryter á fótinn og það sem er svo frábært þegar loks er hægt að byrja að mála er að málningin þornar alveg um leið
og eins og sést á þessari mynd þá er málningin alveg mött og grá þegar hún þornar.

Svo bar ég hempolíu á borðfótinn og pússaði yfir til að fá málninguna slétta og mjúka og fína.
Ég hinsvegar gerði prufur á borðplötuni með bæði vax og olíu en hún varð mjög rauð um leið og vörnin kom á. Svo ég bar furniture vax á og svo antík vax til að dempa roðan og við það varð viðurinn bara alveg fullkomin fanst mér. og svo dásamlega mjúkur að ég stóð mig að því að standa bara og strjúka borðið og dáðst að því eins og ástfangin.


Í næsta bloggpósti sjáum við borðið, með nýtt útlit,
 uppá dekkað með fallegum nýjum borðbúnaði...
og trúið mér þetta er algjört súpermódel og ég var með fullt af efnilegum myndum sem ég byrti seinna í dag.

En nú ætla ég að opna vinnustofuna mína 
og taka á móti gestum og gangandi á Ljósanótt.
Verið öll innilega velkomin
kær kveðja 
Stína Sæm




ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature