Top Social

Innlit í sumarhúsið hennar Mariu í Sviþjóð

November 17, 2015
Ég var í Sviþjóð um síðustu viku, á námskeiði hjá henni Mariu í Skattkammaren, 
þar sem ég kynntist mæðgunum Mariu og Berit og lærði um Mms milk paint svo ég geti haldið námskeið fyrir ykkur og leift ykkur að njóta.
Skattkammeren er nú ævintyraheimur út af fyrir sig sem gaman væri að deila með ykkur seinna.....
 en ekki í dag.
Í dag ætlum við nefnilega að kíkja á sumarhúsið hennar Maríu

 Áður en ég fór út sá ég mynd af sumarhúsinu, sem er bara dásamlega fallegt og hún María var svo yndisleg að senda mér myndirnar og bjóða okkur í innlit í sveitina sína fallegu.


Mæðgurnar Maria og Berit eiga margar góðar stundir í sveitinni sinni, en hús Berit er þarna á sömu jörð.
Ég er ekki hissa á að þær njóti sín þarna í sælunni en þegar ég kvaddi þær mæðgur voru þær að undirbúa sig til að eyða helginni í sveitinni sinni, en Maria hefur nostrað mikið við sumarhúsið sitt sem sést vel á eftirfarandi myndum.










En sú dásemd.
Já þarna er svo sannarlega vel hægt að njóta sín, hvort sem er að sumri eða vetri, en fjölskyldan nýtir húsið vel yfir veturinn líka í kulda og snjó. það get ég vel ýmindað mér að sé ekki síðra. 
Við þökkum Mariu fyrir innlitið og að lána okkur myndirnar sínar.

Eigið góðan dag í dag,
kær kveðja
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Smáatriði úr nýju og bjartara eldhúsi

November 11, 2015


Ég sagði ykkur um daginn að ég væri að breyta aðeins til í eldhúsiu,
og deildi mér ykkur smá eldhús "moodboardi" til að gefa mynd af því hver hugmyndin væri.

Nú er eldhúsið næstum klárt 
og við njótum þess að stússast í bjartara og fallegra umhverfi


gardíur og dúlleri er komið upp aftur....


 og nú á nýmálaða hvíta veggi

 og elsku mamma setur sinn svip á nýja eldhúsið,
en bakkaböndin hennar hanga við hliðina á gluggaum, með gardínum sem hún heklaði fyrir sinn fyrsta eldhúsglugga.

 Í skúrnum vinn ég svo í því að mála eldhússtólana og borðið svo hægt verði að sýna ykkur eldhúsið í heild sinni sem fyrst.

Þar til næst...
Hafið það sem allra best,
kær kveðja 
Stína Sæm




ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Skenkur málaður í fallegum björtum lit með Milk Paint

November 10, 2015
Eins og komið hefur fram hér á blogginu þá býr sonur minn hér beint á móti mér og hann hefur verið duglegur að nostra við sitt heimili og gera fínt hjá sér. Í raun er hann mun duglegri að breyta og bæta hjá sér en móðir sín og húsgögnin þvælast reglulega milli herbergja og hæða hjá honum.

Mánudags innlit í töff eldhús í Itölskum stíl með frönskum bistró áhrifum.

November 9, 2015
Innlit í töff eldhús hjá Malin Persson.
Dökkir litir og hlílegur kopar myndar fallegar andstæður við hvítar flísar í hólf og gólf, og stóra bjarta glugga svo rýmið flæðir út.


Eldhúsið er hannað utanum stórglæsilega svarta skápinn sem kemur frá Italíu, sem alltaf stóð til að yrði miðpunktur í þessu alls ekki týpiska, sænska eldhúsi. En áhrifin eru Ítalskur stíl og franskur bistró fílingur.




Skápurinn kemur frá Italíu en Malin bjó þar í sextán ár, og er stór að það þurfti að taka aðeins ofan af honum svo hann passaði við loftæðina.

Blöndunartækin finst mér alveg einstaklega heillandi og falleg og setja sterkann svip á heildarmyndina í eldhúsinu, en hér er fallegur lítill granítvaskur við hliðina á eldavelinni með þessum fallega krana sem fanst á sænskum markaði. 

Barstólarnri eru frá House doctor en dásamlega ljósakrónan fékst á markaði í Marrakesh.
 Litirnir á veggnum eru frá því húsið var byggt og koma skemmtilega á óvart í eldhúsinu.

 Eldhúsáhöldin eru í gömlum skáp við eldavelina sem átti bara að vera til bráðabyrgða en í dag er eins og hann hafi hvergi annarstaðar átt að vera.

 Ég  þakka Malin fyrir að sýna okkur eldhúsið sitt
 og vona að þið eigið öll dásamlega góðann mánudag.

Kær kveðja 
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Sætur sunnudagur með súkkulaði og berja inspiration

November 8, 2015
Falleg myndasyrpa  með súkkulaði
og berjum er innleggið í sætum sunnudegi að þessu sinni.

Ath að hver mynd er tengd upprunanum og þú getur fundið uppskrift og fleyri myndir, með því að klikka á myndina.
blogg.amelia.se



bakersroyale.com




whatkatieate.com/black forest style berry gateaux


sourse not found

kwestiasmaku.com
Þið finnið enn fleiri girnilegar myndir á pinterest.com/delicious-photography/
Eigið góðann og sætann sunnudag
Kær kveðja
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Woodwatch.. fullkomin gjöf fyrir hann

November 5, 2015
Ertu að leita að gjöfinni fyrir hann?
Ég er búin að finna æðislega gjöf fyrir minn mann,
og varð alveg súper spennt þegar kassinn frá JORD woodwatches kom í póstinum um daginn,


Kassinn einn og sér er svo fallegur að ég notaði þennann eina sólríka vetrardag sem við fengum í síðustu viku, meðan haustlitirnir skarta enn sínu skærasta í vetrarsólinni og tók myndir af honum í Íslenskri nátturu,  hér útí hrauni með reykinn frá Bláa lóninu í bakgrunni og til að minna á að haustið er orðið að vetri þá féll örlítill snjór um morguninn. 
Hvað hæfir betur fyrir trékassa sem er merktur JORD?

Í kassanum er svo fallegt úr sem ég veit að minn maður verður hrifinn af,
En úrvalið af Woodwatches er ótúlega flott, bæði dömu og herra úr og ég eyddi góðum tíma í að skoða dásemdirnar

Ég valdi Koa&black sem mér fanst lang fallegast af þeim öllum, algjört listaverk.
úrverkið minnir á flottu stóru industrial klukkurnar sem ég hef séð og heillast að í industrial interior,
minnir eiginlega á stóra klukku í eldgömlum klukkuturni, og viðarólin fullkomnar svo listaverkið
.Í alvöru þetta er alveg svona "vá faktor"

Áður en ég pakka því inn...

verð ég að fá að stilla því aðeins upp 
og taka nokrar myndir...
bara smá.

Það var eiginlega allt of freistandi til að nota ekki tækifærið í smá styling og myndatöku,



Algjört listaverk!

og ef þetta er ekki nóg,
þá er allt um Koa&black hér
....öll tæknilegu smáatriðin sem skipta máli.

Mér finst það bara svo fallegt.
já og vonandi finst honum það líka.


Ég mæli með því að kíkja á úrvalið hjá JORD Woodwatch 
og ekki er verra að þau senda frítt um allann heim.

Svo ef þú ert að leita að gjöf fyrir hann...
eða hana.... eða bara fyrir þig sjálfa!
Er þetta þá ekki máið?

Hafið það nú sem allra, allra best elskurnar,
Kær kveðja
Stína Sæm

ps.. munið: Þið getið fylgst með Svo margt fallegt á Instagram 
og svo margt fallegt er líka með Facebook síðu


Wooden Watch For Men
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Stína Sæm kynnir: Miss mustard seed´s Milk Paint hjá Svo margt fallegt

November 2, 2015
Það er mér sönn ánægja að segja frá því
 að nú er ég komin með Miss musdard seed´s Milk Paint í sölu, 
hér á nýju vinnustofunni, í skúrnum hjá mér,


Milk Paint eða mjólkur málning er ævaforn nátturuleg málningar uppskrift,  með aðeins fimm grunn innihaldsefnum; kalksteinn, krít, leir, mjólkurprótein (casein) og litarefi. hún er alveg eiturefnalaus, er seld í duftformi svo hún geymist vel og lengi og fer lítið fyrir henni.
Áferðin er mött, sjarmerandi og gamaldags og það er bæði auðvelt og mjög skemmtilegt að vinna með milk paint. 
Marian sem er með bloggið "Miss mustard seed" langaði til að þróa sína eigin línu af milk paint með sínum uppáhalds litum og úr varð heil vörulína af Miss mustard seed´s Milk paint (MmsMilk Paint) sem nú er seld af yfir 200 söluaðilum í Us, víða um Evrópu, Ástralíu og nú kæru lesendur, loks á Íslandi

Litaúrvalið hjá Mms Milk Paint, sem skartar 24 litum er bæði fjölbreytt og heillandi þar sem allir ættu að finna liti við sinn smekk,

Hér finnurðu alla liti regnbogans,
Nokkur litbrigði af hvítum og dásemdar gráa tóna,

Svo ekki sé talað um svarta litinn Typewriter. 
(pínu uppáhalds hjá mér núna)

og þegar nýja evrópulínan kom á markaðinn í byrjun ársins,
 með sex gordjöss nýjum litum, 
mildum og fallegum pastellitum:
óræðum litatónum, steingráum, mintu grænum, antík bleikum, marsípan hvítum og fölbláum,
þá var ég alveg fallinn og varð að kynna þessa dásemd fyrir Íslenskum fagurkerum og saman getum við gert svo margt fallegt fyrir heimilið.
Vörulínan frá Mms Milk Paint  er mun meira en bara málningin,
 en hjá mér færðu líka allt annað sem þarf til að gera lítið kraftaverk.

Sem yfirlag til að verja málninguna erum við með bæði vax og olíur:
Hér færðu bæði húsgagna vax
 og hvítt vax sem er nýjung í MmsMilk paint línunni.
 Skemmtilegt antík vax


Hemp olíu sem er tilvali til að vatsverja mjólkurmáligua og er líka æðisleg til að bera á hráann við, til að næra og verja.
 og ekta bíflugnavax, sem er kjörið til að bera á viðar-sallatskálar og trébretti.




Þú færð málningar og vaxpenslana hjá mér,

og nátturulega pensla sápu.



já hér færðu allt  á einum stað,
 Meira að segja mæliskeiðar og  áhöldin til að hræra málinguna líka.

Það er sáraeinfalt að blanda málninguna, 


þú notar einn hluta af vatni á móti einum hluta af dufti 

og hrærir bara vel með skeið, písk eða rafmagns þeytara, 
þú getur líka hrist hana saman í krukku.





Svo er bara að munda pensilin og njóta þess að mála.


Seinna í Nóvember byrja ég svo með námskeiðin,
þar sem við lærum allt um málninguna.
sjáið allt um það hér.

Ef þú vilt vita meira geturðu haft samband við mig á facebook/stinasaem
sent mér línu á stina@svomargtfallegt.is
eða heimsótt mig á vinnustofuna.
En ég er með vinnustofu og verslun í bílskúrnum hjá mér 
að Klapparstíg 9 í Keflavík, 
230 Reykjanesbæ
opnunartíminn er eithvað óræður enn,
en endilega hringið ef þið viljið kikja s 8938963

Hlakka til að sjá ykkur,
kveðja 
Stína Sæm




ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Auto Post Signature

Auto Post  Signature