Ég var í Sviþjóð um síðustu viku, á námskeiði hjá henni Mariu í Skattkammaren,
þar sem ég kynntist mæðgunum Mariu og Berit og lærði um Mms milk paint svo ég geti haldið námskeið fyrir ykkur og leift ykkur að njóta.
Skattkammeren er nú ævintyraheimur út af fyrir sig sem gaman væri að deila með ykkur seinna.....
en ekki í dag.
Í dag ætlum við nefnilega að kíkja á sumarhúsið hennar Maríu
Áður en ég fór út sá ég mynd af sumarhúsinu, sem er bara dásamlega fallegt og hún María var svo yndisleg að senda mér myndirnar og bjóða okkur í innlit í sveitina sína fallegu.
Mæðgurnar Maria og Berit eiga margar góðar stundir í sveitinni sinni, en hús Berit er þarna á sömu jörð.
Ég er ekki hissa á að þær njóti sín þarna í sælunni en þegar ég kvaddi þær mæðgur voru þær að undirbúa sig til að eyða helginni í sveitinni sinni, en Maria hefur nostrað mikið við sumarhúsið sitt sem sést vel á eftirfarandi myndum.
En sú dásemd.
Já þarna er svo sannarlega vel hægt að njóta sín, hvort sem er að sumri eða vetri, en fjölskyldan nýtir húsið vel yfir veturinn líka í kulda og snjó. það get ég vel ýmindað mér að sé ekki síðra.
Við þökkum Mariu fyrir innlitið og að lána okkur myndirnar sínar.
Eigið góðan dag í dag,
kær kveðja
Stína Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Eins og komið hefur fram hér á blogginu þá býr sonur minn hér beint á móti mér og hann hefur verið duglegur að nostra við sitt heimili og gera fínt hjá sér. Í raun er hann mun duglegri að breyta og bæta hjá sér en móðir sín og húsgögnin þvælast reglulega milli herbergja og hæða hjá honum.
Dökkir litir og hlílegur kopar myndar fallegar andstæður við hvítar flísar í hólf og gólf, og stóra bjarta glugga svo rýmið flæðir út.
Eldhúsið er hannað utanum stórglæsilega svarta skápinn sem kemur frá Italíu, sem alltaf stóð til að yrði miðpunktur í þessu alls ekki týpiska, sænska eldhúsi. En áhrifin eru Ítalskur stíl og franskur bistró fílingur.
Skápurinn kemur frá Italíu en Malin bjó þar í sextán ár, og er stór að það þurfti að taka aðeins ofan af honum svo hann passaði við loftæðina.
Blöndunartækin finst mér alveg einstaklega heillandi og falleg og setja sterkann svip á heildarmyndina í eldhúsinu, en hér er fallegur lítill granítvaskur við hliðina á eldavelinni með þessum fallega krana sem fanst á sænskum markaði.
Barstólarnri eru frá House doctor en dásamlega ljósakrónan fékst á markaði í Marrakesh.
Litirnir á veggnum eru frá því húsið var byggt og koma skemmtilega á óvart í eldhúsinu.
Eldhúsáhöldin eru í gömlum skáp við eldavelina sem átti bara að vera til bráðabyrgða en í dag er eins og hann hafi hvergi annarstaðar átt að vera.
Ég þakka Malin fyrir að sýna okkur eldhúsið sitt
og vona að þið eigið öll dásamlega góðann mánudag.
Kær kveðja
Stína Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Ég er búin að finna æðislega gjöf fyrir minn mann,
og varð alveg súper spennt þegar kassinn frá JORD woodwatches kom í póstinum um daginn,
Kassinn einn og sér er svo fallegur að ég notaði þennann eina sólríka vetrardag sem við fengum í síðustu viku, meðan haustlitirnir skarta enn sínu skærasta í vetrarsólinni og tók myndir af honum í Íslenskri nátturu, hér útí hrauni með reykinn frá Bláa lóninu í bakgrunni og til að minna á að haustið er orðið að vetri þá féll örlítill snjór um morguninn.
Hvað hæfir betur fyrir trékassa sem er merktur JORD?
Í kassanum er svo fallegt úr sem ég veit að minn maður verður hrifinn af,
En úrvalið af Woodwatches er ótúlega flott, bæði dömu og herra úr og ég eyddi góðum tíma í að skoða dásemdirnar
að nú er ég komin með Miss musdard seed´s Milk Paint í sölu,
hér á nýju vinnustofunni, í skúrnum hjá mér,
Milk Paint eða mjólkur málning er ævaforn nátturuleg málningar uppskrift, með aðeins fimm grunn innihaldsefnum; kalksteinn, krít, leir, mjólkurprótein (casein) og litarefi. hún er alveg eiturefnalaus, er seld í duftformi svo hún geymist vel og lengi og fer lítið fyrir henni.
Áferðin er mött, sjarmerandi og gamaldags og það er bæði auðvelt og mjög skemmtilegt að vinna með milk paint.
Marian sem er með bloggið "Miss mustard seed" langaði til að þróa sína eigin línu af milk paint með sínum uppáhalds litum og úr varð heil vörulína afMiss mustard seed´s Milk paint(MmsMilk Paint) sem nú er seld af yfir 200 söluaðilum í Us, víða um Evrópu, Ástralíu og nú kæru lesendur, loks á Íslandi
Litaúrvalið hjá Mms Milk Paint, sem skartar 24 litum er bæði fjölbreytt og heillandi þar sem allir ættu að finna liti við sinn smekk,
Hér finnurðu alla liti regnbogans,
Nokkur litbrigði af hvítum og dásemdar gráa tóna,
Svo ekki sé talað um svarta litinn Typewriter.
(pínu uppáhalds hjá mér núna)
og þegar nýja evrópulínan kom á markaðinn í byrjun ársins,